Facebook-gögn mögulega geymd í Rússlandi

Kanadamaðurinn Christopher Wylie vann hjá Cambridge Analytica og hefur ljóstrað …
Kanadamaðurinn Christopher Wylie vann hjá Cambridge Analytica og hefur ljóstrað upp um þær aðferðir sem þar voru notaðar til að beita gögnum um notendur Facebook til að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna í Bandaríkjunum. AFP

Uppljóstrarninn Christopher Wylie segir að gögn sem Cambridge Analytica um notendur Facebook gætu hafa snert meira en 87 milljón notendur og einnig segir hann mögulegt að þau hafi verið vistuð í Rússlandi.

Þetta sagði Wylie, sem er fyrrverandi starfsmaður Cambridge Analytica, í viðtalsþætti NBC í gærkvöldi.

Hingað til hefur því verið haldið fram að gagnafyrirtækið hafi notað gögn um 87 milljóna notenda Facebook í tilraun til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Wylie segir hins vegar að það geti vel verið að gögnum mun fleiri notenda hafi verið safnað. 

Bandarísk yfirvöld hafa haft samband við lögmann Wylies og segist hann ætla að vinna með þeim að rannsókn málsins.

Wylie sagði í viðtalinu að margir hefðu haft aðgang að gögnum um notendur Facebook og að það væri raunveruleg hætta á því að gögnin sem aflað var m.a. með persónuleikaprófum sem notendur Facebook tóku sér til gamans, hafi verið geymd í Rússlandi.

„Þau gætu verið geymd í mörgum löndum, meðal annars í Rússlandi,“ sagði Wylie. Hann segir að þar sem það hafi verið rússneskur gagnasérfræðingur sem safnaði gögnunum og seldi þau svo til Cambrigde Analytica væri vel mögulegt að hefði látið geyma gögnin í Rússlandi.

Frétt CNN um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert