Kínverjar gætu hafa hakkað tölvupóstinn

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Kínverjar gætu hafa brotist inn í tölvupósta Demókrataflokksins á meðan kosningabaráttan í landinu stóð í fyrra. Þetta er í ósamræmi við það sem leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna segja en þær telja að Rússar hafi verið að verki.

Ummælin lét Trump falla í viðtali á CBS. Hann rökstuddi þessa kenningu sína ekkert frekar. 

„Ef þú stendur ekki hakkarann að verki þá er mjög erfitt að segja hver var að verki,“ sagði forsetinn. „Það gætu hafa verið Kínverjar, það gætu hafa verið alls konar hópar.“

Trump hefur ekkert gefið út á kenningar bandarísku leyniþjónustunnar um að Rússar beri ábyrgð á tölvuinnbrotinu. Í kappræðum sínum við Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata, sagði hann að Kína gæti hafa staðið að baki innbrotinu og bætti við að gerandinn gæti þess vegna „setið uppi í rúmi og verið 200 kíló að þyngd“.

Frétt Reuters um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert