„Þetta gat ekki verið betra“

Flytjendur á lögum Geirmundar, ásamt honum sjálfum, með gesti í …
Flytjendur á lögum Geirmundar, ásamt honum sjálfum, með gesti í Eldborg í bakgrunni eftir seinni tónleikana. Ljósmynd/Mummi Lú

„Þetta gat ekki verið mikið betra, þó ég segi sjálfur frá. Frábær lög og frábær flutningur í alla staði, mikil og góð stemning í húsinu,“ segir Geirmundur Valtýsson tónlistarmaður en tvennir tónleikar voru haldnir í Eldborgarsal Hörpu sl. laugardag honum til heiðurs. Geirmundur verður senn 80 ára, eða þann 13. apríl næstkomandi.

Söngvarar á tónleikunum voru Sigríður Beinteinsdóttir, Helga Möller, Ari Jónsson, Grétar Örvarsson, Óskar Pétursson, Elísabet Ormslev og Sverrir Bergmann Magnússon. Þau fluttu úrval laga Geirmundar sem hann ásamt Magnúsi Kjartanssyni valdi en Magnús stjórnaði hljómsveitinni. Kynnir var Þorgeir Ástvaldsson.

24 lög valin af 170

Lagavalið var ekki einfalt en flutt voru 24 af um 170 lögum sem Geirmundur hefur gefið út á plötum á sínum langa tónlistarferli. Hann lék á sínum fyrsta dansleik aðeins 14 ára, í félagsheimilinu Melsgili í Skagafirði árið 1958. Hann starfrækti lengi eigin hljómsveit og varla er til það félagsheimili eða tónleikasalur landinu þar sem Geirmundur hefur ekki spilað.

„Ég er mjög sáttur við hvaða lög voru valin,“ segir Geirmundur, sem kom fram í lok tónleikanna og flutti sitt vinsælasta lag, Nú er ég léttur, með söngvurum og hljómsveit.

„Það var virkilega gaman að sjá og hitta allt þetta fólk. Þarna voru ekki bara Skagfirðingar heldur fólk af öllu landinu og margir sem komu til mín rifjuðu upp dansleikina með mér og hljómsveitinni.“

Geirmundur segist í fyrstu hafa verið efins, er tónleikahaldarar í Dægurflugunni komu að máli við hann í vetur, um að svona tónleikar fengju næga aðsókn. Það reyndust óþarfa áhyggjur, miðasala hófst á fimmtudegi og 600 miðar voru farnir á sunnudegi. Á endanum varð nær uppselt á báða tónleika, með vel á þriðja þúsund gesti.

Til skoðunar er að halda svipaða tónleika í Hofi á Akureyri í haust en það hefur ekki verið ákveðið, að sögn Geirmundar.

Ari Jónsson og Helga Möller voru í Eldborg en þau …
Ari Jónsson og Helga Möller voru í Eldborg en þau hafa sungið fjölmörg lög eftir Geirmund í gegnum tíðina. Ljósmynd/Mummi Lú
Geirmundur var hylltur að tónleikum loknum en hann söng með …
Geirmundur var hylltur að tónleikum loknum en hann söng með flytjendur eitt sitt vinsælasta lag, Nú er ég léttur, og salurinn tók vel undir. Ljósmynd/Mummi Lú
Magnús Kjartansson var hljómsveitarstjóri en hann valdi lögin í samráði …
Magnús Kjartansson var hljómsveitarstjóri en hann valdi lögin í samráði við Geirmund og útsetti þau til flutnings. Ljósmynd/Mummi Lú
Þorgeir Ástvaldsson kynnti lög og flytjendur.
Þorgeir Ástvaldsson kynnti lög og flytjendur. Ljósmynd/Mummi Lú
Ungir dansarar tóku létt spor undir nokkrum lögum Geirmundar.
Ungir dansarar tóku létt spor undir nokkrum lögum Geirmundar. Ljósmynd/Mummi Lú
Sverrir Bergmann, Grétar Örvars, Ari Jónsosn og Óskar Pétursson.
Sverrir Bergmann, Grétar Örvars, Ari Jónsosn og Óskar Pétursson. Ljósmynd/Mummi Lú
Mægurnar Helga Möller og Elísabet Ormslev tóku nokkur lög saman.
Mægurnar Helga Möller og Elísabet Ormslev tóku nokkur lög saman. Ljósmynd/Mummi Lú
Grétar og Sigga sungu m.a. lagið Lífsdansinn sem Geirmundur samdi …
Grétar og Sigga sungu m.a. lagið Lífsdansinn sem Geirmundur samdi fyrir Eurovision keppnina hér heima 1987. Ljósmynd/Mummi Lú
Eldborgarsalur var þétt setinn á báðum tónleikum í Hörpu.
Eldborgarsalur var þétt setinn á báðum tónleikum í Hörpu. Ljósmynd/Mummi Lú
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir