Ég sagðist aldrei hafa notað dyr

Kristen Wiig í hlutverki sínu í Palm Royale.
Kristen Wiig í hlutverki sínu í Palm Royale. Apple TV+

Hvernig komstu framhjá öryggisgæslunni?“ spyr ábúðarfullur karl, þungur á brún. „Ég kom inn að aftan,“ svarar konan, sem situr á móti honum, býsna brött. „Það eru engar bakdyr að Palm Royal,“ fullyrðir þá karlinn. „Ég sagðist aldrei hafa notað dyr,“ svarar konan.

Þetta stutta samtal segir allt sem segja þarf um einbeittan vilja Maxine Dellacorte-Simmons, sem þrátt fyrir tilkomumikið nafnið fæddist illu heilli ekki með silfurskeið í munni, til að koma sér með góðu eða illu inn í svalasta klúbb ríka fólksins á Palm Springs árið 1969, Palm Royale. Og mögulega svalasta klúbb í heimi. Grundvallarspurningin er þessi: „Hversu miklu af sjálfri þér ertu reiðubúin að fórna til að komast yfir eitthvað sem aðrir hafa?“

Maxine hefur ekki verið á svæðinu nema í tvær vikur en hefur eigi að síður strax áttað sig á því að Palm Royale sé eini rétti staðurinn fyrir hana. Hún er með taktþétt plan og reynir strax að vingast við Evelyn Rollins sem er einskonar félagslegur hliðvörður inn í þennan eftirsótta heim. En hvað er a’tarna? „Maxine,“ segir hún með mátulegri fyrirlitningu, „ég kann ekki við þig!“

Úps.

En það er alltaf leið. Er það ekki? Allir eiga sín leyndarmál.

Reynt að fanga anda ársins 1969

Myndaflokkurinn Palm Royale hóf göngu sína á streymisveitunni Apple TV+ á dögunum og eru fimm þættir af tíu þegar aðgengilegir. Hinir fimm mjatlast inn fram í maí. Handritið er eftir Abe Sylvia en byggt er á skáldsögunni Mr. & Mrs. American Pie eftir Juliet McDaniel frá 2018. Mikið er lagt upp úr því að fanga anda ársins 1969, með búningum, umgjörð og öðru sem setti svip sinn á þessa tíma þegar svo margt var að breytast og hefðir og nýjungar vógu ákaft salt.

Abe Sylvia, höfundur þáttanna, og leikararnir Kaia Gerber, Kristen Wiig, …
Abe Sylvia, höfundur þáttanna, og leikararnir Kaia Gerber, Kristen Wiig, Carol Burnett og Ricky Martin á rauða dreglinum vegna Palm Royale. AFP/Robyn Beck


Kristen Wiig leikur hina úrræðagóðu og metnaðargjörnu Maxine en með önnur helstu hlutverk fara Laura Dern, Allison Janney, Leslie Bibb, Josh Lucas og söngvarinn og hjartaknúsarinn Ricky Martin. Þá eru Bruce Dern og Carol Burnett í smærri hlutverkum. Haft hefur verið eftir þeirri síðarnefndu að hún hafi lítið þurft að hafa fyrir þremur fyrstu þáttunum; þá er persóna hennar nefnilega í dái.

Nánar er fjallað um palm Royale í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.  

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir