Vinsældir Lopez á hraðri niðurleið

Jennifer Lopez.
Jennifer Lopez. AFP

Vinsældir leik- og söngkonunnar Jennifer Lopez, jafnan kölluð J.Lo, virðast vera á hraðri niðurleið en nýjasta stúdíóplata hennar, This Is Me...Now, hefur ekki hlotið góða dóma, hvorki frá almenningi né tónlistargagnrýnendum. 

Lopez, sem er á tónleikaferðalagi, hefur þurft að aflýsa nokkrum dagsetningum vegna lélegrar miðasölu og hefur einnig breytt yfirskrift tónleikaferðalagsins úr This Is Me...Now yfir í This Is Me...Live í þeirri von um að helstu og þekktustu smellir hennar selji fleiri miða. 

This Is Me...Now er níunda stúdíóplata Lopez og sú fyrsta sem hún sendir frá sér í tíu ár. Samhliða plötunni gaf leik- og söngkonan út listræna hreyfimynd, titluð This Is Me...Now: A Love Story, sem fjallar um leit hennar að ástinni. Í myndinni eru lögin á stúdíóplötunni flutt í leikrænu formi. 

Sjö tónleikum hefur þegar verið aflýst en upphaflega stóð til að Lopez myndi heimsækja 30 borgir í Bandaríkjunum á tónleikaferðalaginu.

View this post on Instagram

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo)

View this post on Instagram

A post shared by Prime Video (@primevideo)

View this post on Instagram

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo)




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg