Mari hefur ekki reykt í þrjár vikur

Mari Järsk og kær­asti henn­ar Njörður Ludvigs­son.
Mari Järsk og kær­asti henn­ar Njörður Ludvigs­son. Skjáskot/Instagram

Það vakti mikla athygli þegar myndir birtust af hlaupadrottningunni Mari Järsk með sígarettu í hendi þegar hún hvíldi sig á milli hlaupa í Bakgarðskeppni Náttúruhlaupa í Öskjuhlíðinni árið 2022. Hún bar sigur úr býtum í keppninni og hljóp alls 288 kílómetra. 

Mari var spurð út í reykingarnar í viðtali við mbl.is eftir hlaupið, en þá sagðist hún trúa því að hún væri betur sett en aðrir reykingamenn. 

„Ég trúi því að ég sé miklu bet­ur sett en aðrir reyk­inga­menn. Ég æfi þrjá tíma á dag og geri allt öðru­vísi hluti en annað fólk. Ef mig lang­ar í síga­rettu þá fæ ég mér bara síga­rettu,“ sagði hún og bætti við að hún vildi ekki vera í felum með reykingarnar og að læknirinn hennar segði hana vera stálhrausta. 

„ ... en fyrst ætlar hann að hjálpa mér að hætta að reykja“

Í apríl 2023 birti Mari færslu á Instagram með yfirskriftinni: „Tóm­as hjarta­lækn­ir lang­ar að hjálpa mér að hætta reykja?? Eig­um við gefa hon­um séns? Ég er alla­vega SPENNT­UST.“

Hún birti svo aðra færslu í nóvember síðastliðnum þar sem hún virtist hafa tekið ákvörðun um að hætta að reykja. „Tóm­as hjarta­lækn­ir lox­ins kom­in úr sum­ar­fríi ... til­von­andi fæðing­ar­lækn­ir­inn minn ... en fyrst ætl­ar hann að hann að hjálpa mér að hætta að reykja! Neiii ... ÉG ER EKKI ORÐIN ÓLÉTT!!!!!!“ skrifaði hún í færslunni.

Hefur ekki reykt í þrjár vikur

Nú hefur hlaupadrottningin ekki reykt í þrjár vikur, en hún greinir frá þessu í nýrri færslu á Instagram. Jákvæð ummæli og hvatningarorð hafa hrannast inn við færslu hennar. „Ekkert eðlilega GEGGJUÐ,“ skrifaði Rakel María Hjaltadóttir hlaupari og förðunarfræðingur á meðan Gréta Rut Bjarnadóttir hlaupari og tannlæknir skrifaði: „Þú ert eitthvað annað mögnuð!!!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að opna augu samferðamanna sinna og svo sannarlega að hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum. Sýndu þig verðugan að vera frjáls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að opna augu samferðamanna sinna og svo sannarlega að hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum. Sýndu þig verðugan að vera frjáls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav