Gefur út sitt fyrsta lag og fer svo til Frakklands

Arnmundur Ernst Backman gefur út sitt fyrsta lag.
Arnmundur Ernst Backman gefur út sitt fyrsta lag.

Stórleikarinn Arnmundur Ernst Backman mun gefa út sitt fyrsta lag á morgun. Gangi þér allt að sólu heitir það og er af væntanlegri breiðskífu. Hann hefur nú þegar skrifað undir dreifingarsamning hjá Öldu Music. 

Arnmundur vann lagið sem og alla breiðskífuna með Guðmundi Óskar Guðmundssyni.

„Undanfarin ár hefur tónlistin einhvernvegin læðst aftan að mér. Hún hefur auðvitað fylgt mér frá blautu barnsbeini í gegnum umhverfi mitt og fjölskyldu, en sá möguleiki að stíga gagngert inn í þennan heim hefur aldrei verið svo áþreifanlegur. Það var síðan fyrir um ári sem að ég fann að listin og lífið væru einmitt að leiða mig þangað,“ segir Arnmundur og bætir við: 

„Ég sem lög og texta sjálfur. Þau eru öll á íslensku en inntök textanna eru misjöfn, allt frá hvítum litum tilverunnar til þeirra dökku. Mér finnst við sem þjóð eiga svo mikinn og fallegan fjársjóð í tungumálinu okkar. Kannski er það vegna bakgrunns mín í leiklistinni, en ég uni mér virkilega vel við þá glímu að setja saman falleg erindi og ljóð. Og svo er það, að ég hef ekki enn samið eitt einasta ástarlag, sem verður að teljast afrek fyrir sig.“

Arnmundur er þó alls ekki búinn að kveðja leiklistarheiminn og er nú í tökum á 6. seríu af Venjulegu Fólki en þættirnir hafa slegið í gegn í Sjónvarpi Símans Premium. 

„Það er búið að vera yndislegt ferðalag með frábæru fólki til sex ára. Ég fer svo til Frakklands þegar líða fer að hausti í tökur á kvikmyndaverkefni og er svo sjálfur með stuttmynd í farteskinu sem ég skrifa og leikstýri,“ segir hann spenntur fyrir komandi tímum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir