Hver ætlar að bjarga barninu?

Í fyrri þáttaröðum af hinum vinsælu þáttum Venjulegt fólk, hefur Pétur Jóhann farið á kostum sem bróðir Tomma, lögfræðingur sem er með allt sitt á hreinu. Nú er von á fimmtu þáttaröðinni og þar er persóna Péturs búin að finna ástina og við taka hinar ýmsu flækjur sem snúa að því.

Gamanþáttaröðin fjallar um vinkonurnar Júlíönu og Völu sem starfa sem leikkonur. Dramað sem fylgir lífsgæðakapphlaupinu hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar og lífið svo sannarlega ekki bara dans á rósum.

Venjulegt fólk hefur algjörlega slegið í gegn hjá Íslendingum síðustu ár og eru eitt vinsælasta sjónvarpsefni Símans frá upphafi. Glassriver framleiðir þættina fyrir Símann en það er Fannar Sveinsson sem leikstýrir, en hann hefur einnig leikstýrt síðustu fimm þáttaröðum. Með aðalhlutverk fara sem áður Vala Kristín Eiríksdóttir, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Arnmundur Ernst Backman. Auk þeirra leika stóra rullu þau Halldóra Geirharðsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon og Sigurður Þór Óskarsson.

Venjulegt fólk hefur slegið Íslandsmet sem eina leikna sjónvarpsþáttaröðin sem hefur verið framleidd í fimm þáttaröðum og það er einnig í bígerð sérstakur jólaþáttur eins og tíðkast oft erlendis. Það er því nóg að hlakka til. Öll þáttaröðin af Venjulegu fólki 5 er væntanleg í Sjónvarp Símans Premium 27.október.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg