Réttað yfir Weinstein í Los Angeles

Harvey Weinstein.
Harvey Weinstein. AFP

Réttarhöld yfir bandaríska leikstjóranum Harvey Weinstein hefjast í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Er hann ákærður í 11 liðum fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn konum. Weinstein situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar 23 ára dóm eftir að hafa verið sakfelldur fyrir að beita kynferðisofbeldi, þar á meðal nauðgun. 

Nýjustu ásakanirnar, sem teknar verða fyrir í dómshúsinu í dag, eru að hann hafi nauðgað og beitt konur ofbeldi á hótelum í Beverly Hills og Los Angeles á árunum 2004 til 2013. Hann hefur neitað því. 

Í dag verður byrjað á að velja kviðdómara fyrir réttarhöldin, en er búist við að þau muni taka tvo mánuði í heild. 

Weinstein hefur hafnað ásökunum og sagst hafa fengið samþykki fyrir kynlífi með konunum. Lögmenn hans segja að engin sönnunargögn séu til í málinu.

Ef Weinstein verður sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að 140 ára fangelsi.

Sakfelldur árið 2020

Fyrstu ásakanirnar gegn Weinstein komu fram í Me Too-bylgjunni árið 2017. Hann var sakfelldur árið 2020 en fjöldi kvenna hefur, síðan bylgjan hófst, sakað hann um kynferðislegt ofbeldi.

Þar á meðal eru stórstjörnur á borð við Angelinu Jolie, Gwyneth Paltrow og Salma Hayek.

Á kvikmyndahátíðinni í New York í þessari viku verður kvikmyndin She Said frumsýnd, en myndin fjallar um rannsókn blaðamanna á máli Weinsteins árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka