Tökum á The Crown frestað

Tökum á The Crown var festað um að minnsta kosti …
Tökum á The Crown var festað um að minnsta kosti viku vegna andláts drottningarinnar. AFP

Tökum á sjöttu og síðustu seríu þáttaraðarinnar The Crown hefur verið frestað tímabundið vegna andláts hennar hátignar Elísabetar II. Bretadrottningar. Þættirnir fjalla um bresku konungsfjölskylduna og hafa störf Elísabetar á síðustu öld verið í brennidepli. 

The Crown eru framleiddir af streymisveitunni Netflix og hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár. Fimmta sería á að fara í loftið í nóvember á næsta ári og sú sjötta og síðasta eftir tvö ár. 

Tökur á 6. seríu hófust fyrir ekki svo löngu síðan og var fyrirhugað að taka upp í Barcelona á Spáni í dag. Þar átti að taka upp bílslysið sem Díana prinsessa lést í árið 1997. 

Ekki er ráðgert að tökur hefjist aftur fyrr en eftir að minnsta kosti viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg