„Tróð mér að alls staðar sem ég gat“

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur starfað sem söngkona síðan hún var …
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur starfað sem söngkona síðan hún var barn. Eggert Jóhannesson

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir segir best að undirbúa sig sem mest til að koma í veg fyrir stress. Jóhanna Guðrún er í dómnefnd í Jólastjörnunni sem sýnd verður í Sjón­varpi Símans í ár. Í þátt­un­um keppa krakk­ar 14 ára eða yngri um að fá að syngja með fremsta tón­list­ar­fólki lands­ins á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Hörpu í desember. 

„Ég byrjaði að syngja áður en ég byrjaði að tala. Ég var syngjandi bara frá því ég var eins árs og kunni frá þeim aldri fullt af textum og var bara alltaf synjandi og svo kom fyrsta platan út þegar ég níu ára. Fram að því var ég syngjandi í öllum veislum og tróð mér að alls staðar sem ég gat,“ segir Jóhanna Guðrún. 

Jóhanna Guðrún segist ekki finna fyrir miklu stressi áður en hún kemur fram þó svo að hún finni fyrir spenningi og fiðringi í maganum. Hún segir að besta leiðin til að komast hjá stressi sé að undirbúa sig ótrúlega vel, æfa sig og kunna sitt upp á tíu.

„Ég var einu sinni að syngja á útisviði og textastatífið fauk á mig í rokinu, það var pínu vandræðalegt,“ segir Jóhanna Guðrún þegar hún er spurð út í eftirminnilegt atvik á sviði. „Svo hef ég einu sinni dottið niður stiga á leiðinni niður af sviðinu. Sem betur fer sá fólk það ekkert voðalega vel. Ég var að syngja fyrir tíu þúsund manns í Svíþjóð, ég var á rosalega háum skóm og var að labba niður af sviðinu, ég gjörsamlega rúllaði niður stigann,“ segir Jóhanna Guðrún en tekur fram að sviðið hafi ekki snúið að áhorfendum. 

Hvaða jólalag er í uppáhaldi?

„Ég elska Ef ég nenni eins og allir Íslendingar,“ segir Jóhanna Guðrún en nefnir líka klassísk jólalög eins og Ó helga nótt og Ave Maríu eftir Sigvalda Kaldalóns. 

Hvaða hæfileikum þarf jólastjarnan að búa yfir?

„Hún þarf að búa yfir sönghæfileikum fyrst og fremst og líka að hafa útgeislun og maður sjái að viðkomandi hafi gaman af að koma fram fyrir fólk. Þetta er náttúrulega rosalega mikið fyrir barn að gera að syngja fyrir svona marga. Sumir krakkar hafa þetta bara í sér og mér þætti gaman að hafa eitt slíkt eintak

Skrán­ingu í Jóla­stjörn­una lýk­ur á miðnætti laugardaginn 20. októ­ber. Tólf krakk­ar verða í kjöl­farið boðaðir í pruf­ur og sig­ur­veg­ar­inn verður svo af­hjúpaður í lokaþætti Jóla­stjörn­unn­ar hjá Sjón­varpi Sím­ans.

Ald­urstak­mark: 14 ára og yngri.

Skil­yrði: All­ir þátt­tak­end­ur þurfa leyfi for­ráðamanna.
Dóm­nefnd: Björg­vin Hall­dórs­son, Selma Björns­dótt­ir, Svala Björg­vins­dótt­ir og Jó­hanna Guðrún Jóns­dótt­ir.

Stjórn­andi þátt­ar­ins: Gunn­ar Helga­son.

Ef þú vilt taka þátt þá get­ur þú skráð þig HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg