Stressið hverfur um leið og söngurinn hefst

Björgvin Halldórsson er að leita að nýrri jólastjörnu.
Björgvin Halldórsson er að leita að nýrri jólastjörnu.

Björgvin Halldórsson segir mikilvægt að sá sem vinnur Jólastjörnuna búi yfir útgeislun og öryggi. Björgvin er einn af dómurum í Jólastjörnunni sem sýnd verður í Sjónvarpi Símans í ár. Í þátt­un­um keppa krakk­ar 14 ára eða yngri um að fá að syngja með Björgvini og öðru tónlistarfólki á jólatónleikum hans í Hörpu fyrir jól. 

Björgvin segist hafa verið sísönglandi sem barn. Hann hafi ruggað sér fram og aftur sem barn og sungið með útvarpinu. Hann söng hins vegar fyrst opinberlega á skólaballi með fyrstu hljómsveitinni sem hann var í, Bendix. 

„Það er alltaf spenningur í manni er stigið er á svið en um leið og maður er byrjaður að syngja hverfur stressið,“ segir Björgvin þegar hann er spurður hvort hann verði enn stressaður á sviði. 

Björgvin segir að margt geti komið fyrir á sviðinu og einu sinni lenti hann í því að gleyma öllum textanum sínum á mikilli söngskemmtun. „En svo allt í einu rifjaðist allt upp fyrir mér og ég datt inn í lagið,“ segir Björgvin og málin redduðust. 

Hvaða jólalag er í uppáhaldi?

„Það myndi þá vera Silent night eða Heims um ból með Mahaliu Jackson. Það er rödd hennar sem hreyfir alltaf við mér.“

Hvaða hæfileikum þarf jólastjarnan að búa yfir?

„Jólastjarnan þarf að hafa fyrst af öllu góða rödd og vera músíkölsk. Svo er mikilvægt að hafa mikla útgeislun og öryggi. Um að gera að hafa gaman af því að syngja og tengja við hlustanda og áhorfanda. Það er margir þættir sem þurfa að koma saman,“ segir Björgvin að lokum. 

Skrán­ingu í Jóla­stjörn­una lýk­ur á miðnætti laugardaginn 20. októ­ber. Tólf krakk­ar verða í kjöl­farið boðaðir í pruf­ur og sig­ur­veg­ar­inn verður svo af­hjúpaður í lokaþætti Jóla­stjörn­unn­ar hjá Sjón­varpi Sím­ans.

Ald­urstak­mark: 14 ára og yngri.

Skil­yrði: All­ir þátt­tak­end­ur þurfa leyfi for­ráðamanna.
Dóm­nefnd: Björg­vin Hall­dórs­son, Selma Björns­dótt­ir, Svala Björg­vins­dótt­ir og Jó­hanna Guðrún Jóns­dótt­ir.

Stjórn­andi þátt­ar­ins: Gunn­ar Helga­son.

Ef þú vilt taka þátt þá get­ur þú skráð þig HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg