„Þessi fokk it tilfinning“

„Lagið fjallar í raun bara um gengdarlaust partí og það hömluleysi sem á það til að grípa mann í góðu stuði á góðu djammi – þessa „fokk it“ -tilfinningu sem verður allsráðandi um leið og maður kveður skynsemina og gagnsemi morgundagsins,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson söngvari um „When in Rome“ nýtt lag Atomstation. 

mbl.is frumsýnir nú myndband sem var gert við lagið sem verður að finna á væntanlegri briðskífur sveitarinnar: Bash.

Marteinn Þórsson leikstýrði myndbandinu við lagið sem er innblásið af einni fyrstu íslensku leiknu gamanmyndinni, Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra eftir Óskar Gíslason sem var frumsýnd í Stjörnubíói 19.október 1951. Þá fóru Bakkabræður á dráttarvél til Reykjavíkur til að hitta stúlkur sem þeir höfðu kynnst. 

Í myndbandinu  fær trommarinn helgarleyfi úr fangelsi til að spila á tónleikum í Pönksafninu í Bankastræti 0 fyrir dragdrottningar og kónga. Félagarnir sækja hann uppáklæddir á dráttarvél og halda í bæinn.

„When in Rome“ kemur út í kjölfar lagsins „Ravens of Speed“ sem hljómaði í viðtækjum landsmanna í sumar. Upptökur fóru fram í Cassette Recordings hljóðverinu í Los Angeles fyrr á árinu undir handleiðslu Scott Hackwith, fyrrum upptökustjóra The Ramones.

Sveitin kemur fram á tónleikum á Gauknum þann 12. október og á Hard Rock þann 13. október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir