Ragnar gefur út eitt lag á viku

„Ég var með tónleika í jógastöðinni Sólir, þar sem ég spilaði í jóga salnum undir savasana-slökun. Þetta var sérstakur „full moon yoga“ viðburður, alltaf á fullu  tungli er venjuleg dagskrá í Sólum brotin upp og eitthvað öðruvísi gert í staðinn. Að þessu sinni vorum við með tónleika. Tónleikarnir voru teknir upp og ætla ég að senda frá mér eitt lag á viku núna í júlímánuði. Ég spilaði mín eigin lög í bland við ábreiður (cover) í órafmagnaðri útgáfu. Svo enda ég mánuðinn á því að senda frá mér glænýtt lag sem ég er að leggja lokahöndina á þessa dagana,“ segir Ragnar Árni Ágústsson, tónlistarmaður, læknanemi og jógakennari, um nýja myndbandið. Jóhann Páll Jónssoni tók það upp en Bergur Þórisson sá um hljóðið. Alla mánudaga í júlí ætlar Ragnar að deila einu lagi frá fyrrnefndum tónleikum sem haldnir voru í jógastöðinni Sólir. 

Hægt er að fylgjast með þessum ævintýrum Ragnars á Facebook. 

Ragnar Árni Ágústsson.
Ragnar Árni Ágústsson.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir