Pippa gengin í hjónaband

Pippa Middleton og James Matthews eru nú hjón.
Pippa Middleton og James Matthews eru nú hjón. AFP

Pippa Middleton og James Matthews eru nú orðin hjón eftir stjörnuprýdda athöfn í breskri sveitakirkju fyrr í dag. Middleton, sem er 33 ára, giftist hinum 41 árs gamla Matthews í kjól hönnuðum af breska hönnuðinum Giles Deacon.

Middleton öðlaðist heimsfrægð þegar hún gegndi stöðu brúðarmeyjar í brúðkaupi systur sinnar, Katrínar, hertogaynju af Cambridge, og Vilhjálms Bretaprins árið 2011.

Vilhjálmur mætti til athafnarinnar ásamt bróður sínum Harry í morgun. Hvergi mátti sjá kærustu Harry, bandarísku leikkonuna Meghan Markle, en samkvæmt frétt The Telegraph mætir hún í veisluna.

Bræðurnir Vilhjálmur og Harry á leið í athöfnina.
Bræðurnir Vilhjálmur og Harry á leið í athöfnina. AFP

Á meðan Vilhjálmur gekk í kirkjuna með Harry hafði Katrín í nógu að snúast með börn þeirra, hina tveggja ára gömlu Karlottu og tæplega 4 ára gamla Georg, en Karlotta var brúðarmey og Georg hringaberi í athöfninni. Frænka prinsanna, Beatrice prinsessa, mætti einnig ásamt tennisleikaranum Roger Federer, en Middleton á að vera mikil áhugakona um tennis.

Katrín með börnunum sem fóru með hlutverk í athöfninni. Georg …
Katrín með börnunum sem fóru með hlutverk í athöfninni. Georg og Karlotta eru fremst. AFP

Brúðurin mætti til kirkjunnar ásamt föður sínum Michael í Jaguar-blæjubíl og var fagnað af um 100 manns sem höfðu safnast saman fyrir utan kirkjuna.

Í ljósi fjölda konungborinna í kirkjunni var mikið öryggiseftirlit og var lokað fyrir flugumferð á svæðinu sem og drónaflug. Íbúar í nágrenninu fengu sérstök armbönd til þess að vera auðkenndir frá gestum og voru beðnir um að hafa með sér skilríki öllum stundum í dag.

Veislan fer fram á heimili Middleton-hjónanna og þar er búið að reisa stærðarinnar garðhús úr gleri sem kostaði víst 100.000 pund eða því sem nemur 13 milljónum króna.

Middleton er miðjubarn, ári yngri en Katrín en fjórum árum eldri en bróðir þeirra James. Hún útskrifaðist úr háskólanum í Edinborg með gráðu í enskum bókmenntum. Hún hefur gefið út tvær bækur, eina með leiðbeiningum um veisluhöld og aðra með uppskriftum.

Pippa kemur til athafnarinnar ásamt föður sínum.
Pippa kemur til athafnarinnar ásamt föður sínum. AFP
Georg prins.
Georg prins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg