Æfingin í dag mun mikilvægari

Svala Björgvinsdóttir, fulltrúi Íslendinga í Eurovision í ár, segir að sér líði rosalega vel á sviðinu í Kænugarði og hlakki til að flytja lagið sitt Paper á annarri æfingu seinna í dag. Fyrri æfingin var að sögn Svölu meira eins og hljóðprufa og tækniæfing og að æfingin í dag sé mun mikilvægari.

Þetta kom fram í spjalli Svölu við Svala og Svavar á K100 í morgun. „Það er svo mikil gleði, glimmer og gaman hérna,“ sagði Svala beðin um að lýsa stemningunni en hún kom til Kænugarðs á sunnudaginn.  Hún segir að frekar mikil dagskrá hafi verið síðan hún kom til Kænugarðs en hún segist vera alveg heilluð af borginni.

„Hver dagur er búinn að vera prógram frá morgni til kvölds sem mér finnst bara gaman. Ég þrífst af brjálæði og finnst það mjög skemmtilegt þannig það er bara jákvætt,“ segir Svala.

Önnur æfing Svölu fer fram í dag klukkan 17:20 að úkraínskum tíma eða klukkan 14:20 að íslenskum tíma. Í kjölfarið fer fram blaðamannafundur. „Í dag er þetta alveg „full dress rehearsal“ þannig ég verð í búningnum, með hár og make up og allt,“ útskýrir Svala. Hún verður jafnframt að prófa nýja skó á sviðinu en skórnir sem hún var í á æfingunni á mánudaginn reyndust ekki virka. „Skórnir sem ég var í á mánudaginn virkuðu ekki á sviðinu því sviðið er skjár og er rosa sleipt,“ sagði Svala.

Svala sagðist hafa heyrt mismunandi sögur af borginni áður en hún lagði af stað en segist vera alveg heilluð. „Þessi borg er svo falleg og skemmtileg, maturinn er geggjaður og fólkið yndislegt,“ sagði Svala. „Mér finnst þetta æðisleg borg.“

Þá sagðist hún vera gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið frá Íslandi. „Ég finn alveg orkuna og ég er að taka hana með mér, þessa íslensku víkingaorku sem ég er að fá frá öllum. Ég er gríðarlega þakklát fyrir hana.“

Svala afhjúpaði búninginn sem hún var í í gærkvöldi en hann er hannaður af þeim John Sakal­is og Eddie Debarr í Los Ang­eles.

Svala Björgvins er fulltrúi Íslands í Eurovision í ár.
Svala Björgvins er fulltrúi Íslands í Eurovision í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir