Dæturnar fá eins mikinn sykur og þær vilja

Sara Jessica Parker með dætrunum Marion og Tabithu árið 2018.
Sara Jessica Parker með dætrunum Marion og Tabithu árið 2018. AFP/Steven Ferdman

Leikkonan Sarah Jessica Parker vill að dætur sínar tvær eigi í heilbrigðu sambandi við mat. Hún leyfir þeim því að borða eins mikinn sykur og þær vilja. 

Parker átti ekki í heilbrigðu sambandi við mat þegar hún var yngri og þegar hún eignaðist stelpur vildi hún vera viss um að þær myndu ekki upplifa mat sem óvin eins og hún gerði. Sykur var ekki leyfður á æskuheimili hennar og vegna þess keypti hún og systkini hennar mikið af sætindum þegar þau fluttu út. Bannið fór ekki vel í þau. 

„Á okkar heimili eigum við smákökur, kökur, við eigum allt. Og vegna þess er sambandið betra,“ sagði Parker í hlaðvarpsviðtali að því fram kemur á vef Page Six. „Dætur mínar eru með líkamsvöxtinn sem þær eru með og vonandi verða þær heilbrigðar. Þær eru íþróttastelpur og þær njóta þess að borða en eru með með ólíkan smekk. Ég vona að þær haldi áfram að njóta upplifunarinnar og gleðinnar sem fylgir bragðinu.“

Elda mikið og borða saman

Parker er gift leikaranum Matthew Broderick en auk tvíburanna eiga þau hinn 21 árs gamla James. „Matthew eldar. Við eldum bæði á hverjum degi,“ segir Parker um eldamennskuna á heimilinu. „Við borðum saman sem fjölskylda á hverju kvöldi. Við borðum alltaf saman á sunnudagskvöldum. Það er bara það sem við gerum.“

Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick.
Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick. AFP/CINDY ORD
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert