Annette Bening deildi gagnlegu uppeldisráði

Annette Bening var stórglæsileg á Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrr í mánuðinum.
Annette Bening var stórglæsileg á Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrr í mánuðinum. AFP

Stórleikkonan Annette Bening, sem hlotið hefur mikið lof fyrir túlkun sína á Díönu Nyad í kvikmyndinni Nyad, mætti í spjallþátt Drew Barrymore, The Drew Barrymore Show, á dögunum og ræddi meðal annars um móðurhlutverkið. 

Bening hefur verið hamingjusamlega gift stórleikaranum Warren Beatty frá árinu 1992 og eiga hjónin samtals fjögur börn, Stephen Ira, 32 ára, Benjamin, 29 ára, Isabel, 27 ára og Ellu, 23 ára. 

Þrátt fyrir að börn Bening séu uppkomin þá var Barrymore forvitin að heyra um besta uppeldisráð þrautreyndrar móður, en sjálf er Barrymore að ala upp tvær ungar stúlkur á grunnskólaaldri. 

Helsta ráð Bening var það að leyfa börnunum að finna út úr hlutunum sjálf og passa að vefja þau ekki í bómul, það kennir þeim ekki á raunveruleika lífsins. Hún sagði þetta þó vera erfitt verkefni og að hún væri enn að vinna í að skipta sér ekki af. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert