6 einfaldar leiðir til að ala upp gáfuð börn

Hægt er að ýta undir gáfur með lestri og hreyfingu.
Hægt er að ýta undir gáfur með lestri og hreyfingu. Unsplash/Brooke Cagle

Hér fyrir neðan hafa verið tekin saman tíu helstu ráð til þess að auka möguleikann á því að börnin verði gáfuð og vel gefin. Ráðin eru byggð á rannsóknum og allir foreldrar ættu að geta tileinkað sér þau að einhverju leyti.

1. Takmarkaðu sjónvarpsgláp

Kannanir sýna að um 30% barna eru með sjónvörp inni hjá sér. Þá sýna rannsóknir að um 59% barna horfa á sjónvarp í meira en tvo klukkutíma á dag, alla daga. Sérfræðingar segja að mikilvægt sé að takmarka sjónvarpsgláp yngstu barnanna því það heldur aftur af heilaþroska þeirra og tekur tíma frá þeim sem börn gætu varið í að þjálfa talhæfileikann sinn.

„Tungumálið er svo mikilvægt í námi og þroska barna. Það sem þau læra af skjánum er ekki sniðið að þeirra einstaklingsþörfum. Sjónvarpið mun ekki svara spurningum þeirra eða halda áfram með umræður, en það er eitt af því sem skiptir sköpum þegar við viljum efla heila ungra barna og ýta undir gáfur.“

2. Ýttu undir sköpunargáfu með hljóðfæraleik

„Leyfðu börnum að tjá sig með hljóðfæraleik. Börn sem spila á píanó eða strengjahljóðfæri fengu almennt hærri einkunnir í námi en börn sem gerðu það ekki. Margar rannsóknir hafa fundið fylgni á milli hljóðfæraleiks og gáfur á öðrum sviðum eins og til dæmis tungumálakunnáttu. Þó er alltaf til staðar spurningin sem erfitt er að svara: eru gáfuð börn góð í hljóðfæraleik eða gera hljóðfæri mann gáfaðan?

3. Kenndu þeim þolinmæði

Börn sem geta beðið eftir hlutunum fá almennt betri einkunnir en þau sem verða að fá allt strax. Það að geta haft stjórn á hvatvísinni er mikilvægur þáttur í lífinu. Vísindamenn vita að ekki snýst allt um greindavísitölu. Það að ná árangri snýst meira um getuna til þess að geta flakkað á milli verkefna, geymt upplýsingar í vinnsluminninu og haft stjórn á hvötunum. 

4. Lestur hluti af rútínunni

Barn sem er alið upp á heimili fullt af bókum er líklegri til þess að fara í háskóla en börn sem ekki eru alin upp á heimili þar sem lestur er settur í forgang. Munurinn verður svo töluvert meiri ef foreldrarnir eru varla læsir.

„Velgengni í sjóla veltur á meira en innbyggðum gáfum. Það krefst líka ákveðinnar vinnu,“ segir Eileen Kennedy-Moore sálfræðingur. „Börn læra af því sem við gerum frekar en því sem við segjum. Foreldrar sem elska að lesa sýna börnunum að lestur sé áhugaverður, ánægjulegur og eitthvað sem er þess virði að ástunda.“

5. Hreyfing skiptir máli

Íþróttaiðkun hefur mjög jákvæð áhrif á greindarfar barna enda þarf mikið að nota heilann í hvers konar leikum. Það að hvetja börn til þess að vera virk er ein besta gjöf sem maður getur gefið þeim segja sérfræðingar. „Einbeittu þér að því sem þú getur stjórnað: umhverfinu. Það er margt sem foreldrar geta gert til þess að hjálpa börnunum sínum. Það er umhverfið sem skiptir máli en ekki það sem maður fær í vöggugjöf.“ 

6. Byggðu upp orðaforða

Því fleiri orð sem við heyrum því ríkari verður orðaforðinn og þeim mun betur gengur okkur í námi. Rannsóknir hafa sýnt að börn fátækra heimila heyra að meðaltali þrjú milljón orð samanborið við sex milljón orð á öðrum heimilum.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert