Hentugir snarlkostir fyrir börn greind með athyglisbrest

Góðir snarlvalkostir.
Góðir snarlvalkostir. Samsett mynd

Hollur og góður matur hefur áhrif á athyglisbrest með ofvirkni. Með réttu mataræði er hægt að draga úr einkennum kvíða, skerpa einbeitingu og draga úr ofvirkni hjá börnum.

Það getur verið krefjandi verkefni að finna holla og bragðgóða snarl-valkosti sem börnin vilja borða yfir daginn. Vefsíðan Everyday Health mælir með þessum ljúffengu snarlkostum.

Partípizzur!

Flest börn eiga erfitt með að standast pizzur og er því sniðugt að útbúa trefja- og próteikanríkar partípizzur, en botninn er gerður úr heilhveiti og skreyttur með fitusnauðum osti.

Samkvæmt Amy Kimberlain, talskonu Academy of Nutrition of Dietetics, þá hefur prótein þann eiginleika að geta bætt einbeitingu og andlega skerpu. Það getur einnig hjálpað til við að auka virkni ADHD-lyfja. 

Partípizzur eru litríkur og skemmtilegur snarlkostur.
Partípizzur eru litríkur og skemmtilegur snarlkostur. Skjáskot/Instagram

Smoothie!

C-vítamín og fólinsýra virkja heilann og hjálpa til að viðhalda heilbrigðri heilastarfsemi. Einfaldur en bragðgóður smoothie inniheldur appelsínur, jarðaber, mangó, spínat, avókadó og gríska jógírt. 

Flestir elska ískaldan smoothie.
Flestir elska ískaldan smoothie. Ljósmynd/Nathan Dumlao

Hummus og pítaflögur 

Hummus er gómsæt smyrja úr kjúklingabaunum og sesamfræjum (e. tahini). Hún er frábær uppspretta plöntupróteina og trefja. Kjúklingabaunir og sesamfræ innihalda bæði járn og fólinsýru sem geta hjálpað að auka blóðflæði og skerpa einbeitingu. 

Hummus er bragðgóður og bráðhollur.
Hummus er bragðgóður og bráðhollur. Ljósmynd/Kyle Brinker

Heilhvetibrauðsneið með hnetusmjöri

Það er alltaf gott að reyna að passa upp á að snarl innihaldi prótein, enda byggingarefni líkamans. Góð leið til að fá börn til að neyta próteins er í gegnum hnetusmjör, en það er mjög góð uppspretta þess. Heilhveitibrauðsneið með hnetusmjöri er gómsæt hvenær tíma dags og enn þá betri með nokkrum bananasneiðum. 

Það er erfitt að standast hnetusmjör.
Það er erfitt að standast hnetusmjör. Ljósmynd/Monika Grabkowska
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert