9 leiðir til að styrkja samband þitt við barnið þitt

Unsplash/Jonathan Borba

Að efla samband foreldra og barns krefst bæði vinnu og fyrirhafnar. Foreldrastarfið er erfitt starf, en með því að viðhalda nánu sambandi og opnum samskiptum við börn geta ná foreldrar að vera vel tengd börnum sínum á hvaða aldursskeiði sem er.

Enn fremur auðvelda sterk tengsl á milli foreldra og barna í raun uppeldið þar sem börn sem finna fyrir meiri tengingu við foreldra sína eru líklegri til að hlusta, hjálpa og fylgja leiðbeiningum. Börn eru líka tilbúnari til að ræða við foreldra sína um vandamál þegar kemur að vinum eða skóla.

Hér eru níu leiðir til að dýpka tengsl milli foreldra og barna.

Segðu barninu þínu að þú elskir það

Segðu barninu þínu á hverjum degi að þú elskir það, óháð aldri þess. Jafnvel þótt dagurinn hafi verið erfiður eða upp hafi komið ósætti ættu foreldrar að sjá til þess að börn þeirra viti að þeir elski þau skilyrðislaust, þótt þau styðji ekki einhverja tiltekna hegðun þeirra. Þegar upp kemur ágreiningur er mikilvægt fyrir foreldra að koma ást sinni á framfæri við börnin sín. Að segja einfaldlega „ég elska þig“ styrkir sambönd gífurlega.

Leiktu við barnið þitt

Lykillinn er að fara virkilega niður á gólf og leika við börnin. Óháð því hvernig þið leikið ykkur þá er mikilvægast að njóta samverunnar. Leggðu þig fram um að veita barninu óskipta athygli þína. Leyfðu börnunum að sjá þína kjánalegu hlið. Mörg eldri börn hafa gaman af spilum, skák og tölvuleikjum en þau yngri hafa gaman af því að leika hvaða leik sem er með foreldrum sínum.

Finndu sérstakt gælunafn eða leyniorð

Búðu til sérstakt nafn fyrir barnið þitt sem er jákvætt, eða einhvers konar leyniorð sem þið getið notað hvort við annað. Notaðu nafnið sem einfalda styrkingu á ást þinni. Hægt er a nota leyniorðið til að draga barn úr óþægilegum aðstæðum, eins og ef svefninn gengur ekki vel, án þess að valda barninu óþarfa óþægindum.

Settu upp ákveðna rútínu fyrir svefninn og haltu þig við hana

Að lesa bækur fyrir svefninn eða segja börnunum sögur skapar rútína sem endist barninu til æviloka. Háttatíminn er ákveðinn aðskilnaður og með því að búa til rútínu fyrir hann vekur upp öryggistilfinningu hjá barninu.

Þegar barnið hefur lært að lesa, skaltu láta það lesa eina síðu, kafla eða stutta bók fyrir þig. Jafnvel flestum unglingum njóta þess enn að foreldrar segi sérstaklega góða nótt áður en farið er að sofa.

Leyfðu barninu þínu að hjálpa til

Foreldrar missa stundum ómeðvitað af tækifæri til nándar með því að leyfa barninu ekki að aðstoða sig við ýmis verkefni og húsverk. Að afferma og ganga frá matvörum eftir búðarferð er gott dæmi um eitthvað sem börn á flestum aldri geta og ættu að aðstoða við.

Börn valdeflast þegar þau fá að hjálpa til. Börn geta líka hjálpað til með því að segja skoðanir sínar. Með því að spyrja barnið þitt til dæmis hvaða skór fara fötunum þínum betur segir þeim að þú metur skoðun þeirra. Ef þú spyrð að slíku þarftu samt að vera reiðubúinn til þess að samþykkja og lifa með vali barnsins þíns.

Borðið kvöldmat saman sem fjölskylda

Þú hefur heyrt þetta áður, enda er þetta mjög mikilvægt. Að borða saman leggur grunninn að góðum samskiptum. Slökktu á sjónvarpinu og ekki flýta ykkur að borða. Þegar tími gefst til skuluð þið virkilega gefa ykkur tíma til að tala saman og njóta samverunnar. Máltíðir geta orðið að gæðastundum sem bæði ungir og aldnir minnast vel.

Finndu tækifæri til að eyða tíma með barninu þínu í einrúmi

Sumir foreldrar tileinka ákveðnum kvöldum eða athöfnum börnunum sínum til þess að geta eytt tíma með þeim einum. Hvort sem þið farið í gönguferð um hverfið, sérstaka ferð á leikvöllinn eða haldið bíókvöld heima, þá er mikilvægt að eyða tíma með hverju barni fyrir sig. Þótt þetta sé meiri áskorun fyrir foreldra sem eiga mörg börn þá er þetta vel hægt.

Virtu val barna þinna

Þér þarf ekki að líka fötin sem barnið þitt valdi að fara í eða hvernig það hefur raðað upp myndum í herberginu sínu. Það er hins vegar mikilvægt að virða þeirra val. Börn sækjast eftir sjálfstæði ung að aldri og foreldrar geta hjálpað til við að efla hæfileika þeirra til ákvörðunartöku með því að styðja þau og jafnvel horfa stundum í hina áttina. Þegar öllu er á botninn hvolft er í rauninni allt í lagi ef barnið fer á leikskólann í grænröndóttri skyrtu og bleikröndóttum stuttbuxum.

Settu börnin alltaf í forgang

Börnin þín þurfa að vita að þú lítir á þau sem forgangsverkefni í lífinu. Börn taka vel eftir of mikilli streitu og taka einnig eftir því þegar þeim finnst þú ekki veita þeim athygli. Stundum er það hluti af foreldrahlutverkinu að hafa ekki áhyggjur af litlu hlutunum heldur að njóta barnanna. Þau stækka svo hratt og hver dagur er sérstakur. Nýttu þér þann dýrmæta tíma með barninu á meðan þú getur.

Verywell Family

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert