Borða McDonalds í útlöndum

Emma Stone og Mark Ruffalo eru fyrir McDonalds í Ungverjalandi.
Emma Stone og Mark Ruffalo eru fyrir McDonalds í Ungverjalandi. AFP/Valerie MACON

Það er ómissandi að stoppa á McDonalds þegar farið er til útlanda. Hollywood-stjörnurnar Emma Stone og Mark Ruffalo eru sammála um mikilvægi þess að borða á skyndibitastaðnum erlendis. 

Ruffalo og Stone léku saman í Poor Things sem var tekin upp í Ungverjalandi. Voru þau dugleg að fá sér McDonalds á meðan þau voru stödd í landinu. „McDonalds í Ungverjalandi er svo gott,“ segir Ruffalo í skemmtilegu myndskeiði þar sem hann og Emma Stone fóru yfir það sem þau eiga sameiginlegt. 

Náði í McDonalds fyrir Stone

Ruffalo segist hafa borðað McDonalds annan hvern dag þegar hann var í landinu. Hann segir að reglur um slátrun gera það að verkum að kjötið á McDonalds í Ungverjalandi sé ferskt. Hann segir franskarnar einnig vera mjög góðar og er Stone sammála því.  

Ruffalo benti Stone á að hann hafi náð í McDonalds fyrir hana. „Mér finnst eins og þú hafir líka náð í M&M McFlurry fyrir mig,“ sagði Stone við mótleikara sinn og sagðist hann hafa náð í marga slíka ísa. 

Emma Stone og Mark Ruffalo borðuðu McDonalds þegar þau léku …
Emma Stone og Mark Ruffalo borðuðu McDonalds þegar þau léku í Poor Things. AFP/Valerie MACON

Borðar eins og 12 ára

Stone sagði að pöntunin hennar væri frekar niðurdrepandi og viðurkennir hún að borða eins og 12 ára barn en hún fær sér tvo litla hamborgara. „Þetta er bara kjötið og brauðið, franskar. Dr. Pepper eða kók, fer eftir deginum. Og svo McFlurry,“ segir Stone. 

Pöntun Ruffalo er töluvert flóknari en hann passar að fá sér ekki lauk. Ef hann borðar lauk þarf hann að leysa vind. 

Hér fyrir neðan má horfa á myndskeiðið með stjörnunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert