Megnið af fiskveiðum heimsins á huldu

Gervigreind og gervihnattamyndir geta varpað ljósi á áhrif mannsins á …
Gervigreind og gervihnattamyndir geta varpað ljósi á áhrif mannsins á vistkerfi hafsins að mati Global Fishing Watch. Kort/Global Fishing Watch

Um þrjú af hverjum fjórum skipum og bátum sem stunda veiðar í atvinnuskyni á heimsvísu eru „ósýnileg“ og sjást ekki á opinberum kortum. Í nýlegri vísindagrein er fjallað um niðurstöður rannsóknar þar sem gervigreind og gervihnattamyndir eru notaðar til að kortleggja nýtingu hafsins með tilliti til veiða, flutninga og orkuinnviða.

Fjallað var um málið í síðasta blaði 200 mílna.

„Mannkynið treystir í sífellt auknum mæli á hafið fyrir matvæli, orkuframleiðslu og alþjóðaviðskipti en þó eru athafnir manna á sjó ekki vel kortlagðar,“ segir í greininni „Gervihnattakortlagning sýnir mikla iðnaðarstarfsemi á sjó“ (e. Satellite mapping reveals extensive industrial activity at sea) sem birt var í vísindatímaritinu Nature í janúar.

„Við sameinum gervihnattamyndir, GPS-gögn skipa og djúpnámslíkön til að kortleggja starfsemi atvinnuskipa og orkumannvirki á hafi úti á strandsvæðum heimsins frá 2017 til 2021. Við komumst að því að 72-76% af fiskiskipum heimsins eru ekki rakin opinberlega, mikið af þessum veiðum fer fram í kringum Suður-Asíu, Suðaustur-Asíu og Afríku. Við sjáum einnig að 21-30% af flutningaskipum er ekki að finna í opinberum rakningarkerfum,“ skrifa höfundar greinarinnar.

Vindmyllur meiri áhrif en veiðar?

„Meira en milljarður manna er háður hafinu sem aðaluppsprettu fæðu, 260 milljónir hafa störf í sjávarútvegi sem aðalstarf á heimsvísu. Um 80% allra viðskiptavara eru flutt sjóleiðina og næstum 30% af olíu heimsins eru framleidd á hafi úti og dreift um allan heim. Auk þessarar rótgrónu nýtingar auðlinda hafsins er aukning í framleiðslu endurnýjanlegrar orku á hafi úti, fiskeldi og námuvinnslu,“ segir í greininni.

Bent er á að mörg ríki heimsins hafa tekið upp fiskveiðistjórnun til að minnka álag á nytjastofna og hafa því verið sett takmörk á vöxt í fiskveiðum. Hins vegar eru engar eða minni takmarkanir á ferðum flutningaskipa og iðnvæðingu hafsins með uppbyggingu til að mynda vindmyllugarða. Þetta telja greinarhöfundar geta leitt til þess að áhrif þessara þátta á vistkerfi sjávar verði meiri en áhrif fiskveiða.

Nánar má lesa um málið í umfjöllun 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.5.24 423,69 kr/kg
Þorskur, slægður 8.5.24 518,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.5.24 211,92 kr/kg
Ýsa, slægð 8.5.24 182,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.5.24 141,67 kr/kg
Ufsi, slægður 8.5.24 132,92 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 8.5.24 208,13 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.5.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.121 kg
Þorskur 195 kg
Skarkoli 43 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 1.372 kg
9.5.24 Elfa HU 191 Handfæri
Þorskur 809 kg
Samtals 809 kg
9.5.24 Hallbjörg HU 713 Handfæri
Þorskur 853 kg
Samtals 853 kg
9.5.24 Snjólfur SF 65 Handfæri
Þorskur 854 kg
Ufsi 73 kg
Ýsa 6 kg
Karfi 1 kg
Samtals 934 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.5.24 423,69 kr/kg
Þorskur, slægður 8.5.24 518,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.5.24 211,92 kr/kg
Ýsa, slægð 8.5.24 182,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.5.24 141,67 kr/kg
Ufsi, slægður 8.5.24 132,92 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 8.5.24 208,13 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.5.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.121 kg
Þorskur 195 kg
Skarkoli 43 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 1.372 kg
9.5.24 Elfa HU 191 Handfæri
Þorskur 809 kg
Samtals 809 kg
9.5.24 Hallbjörg HU 713 Handfæri
Þorskur 853 kg
Samtals 853 kg
9.5.24 Snjólfur SF 65 Handfæri
Þorskur 854 kg
Ufsi 73 kg
Ýsa 6 kg
Karfi 1 kg
Samtals 934 kg

Skoða allar landanir »