Hærri kostnaður með meiri olíu

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er eitt þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem verða fyrir …
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er eitt þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem verða fyrir barðinu á raforkuskerðingu Landsvirkjunar. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

„Skerðingin tekur til ótryggrar orku sem við fáum afhenta á rafskautaketil í bræðslunni. Í dag er það þannig að við keyrum hluta af bræðslunni á rafskautakatli og hluta á olíukötlum, en það er vegna þess að við höfum ekki getað rafvætt bræðsluna að fullu vegna þess að það hefur ekki verið nægt rafmagn í boði hér í Eyjum,“ segir Sindri Viðarson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, í samtali við Morgunblaðið.

Hann var spurður um áhrif þess að Landsvirkjun hefur ákveðið að afhending á víkjandi raforku verði stöðvuð frá og með næstu mánaðamótum og ber við lélegri stöðu í miðlunarlónum á hálendinu.

Erfiður vatnsbúskapur

Segir Landsvirkjun ástæður þessara aðgerða vera samspil erfiðs vatnsbúskapar, hárrar nýtingar stórnotenda á langtímasamningum og aukinnar eftirspurnar heimila og smærri fyrirtækja, sem Landsvirkjun kappkosti að tryggja orku.

Segir fyrirtækið að fylling miðlunarforða lónanna 1. október sl. hafi verið 93% sem samsvari því að um 350 GWh vanti í vatnsforðann í upphafi vetrar. Því hafi verið gripið til skerðingar á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja, fiskþurrkana og gagnavera sem stunda rafmyntagröft.

„Það segir sig sjálft að ef við fáum ekki rafmagn á rafskautaketilinn í vetur, þá keyrum við meira á olíu,“ segir Sindri og bætir því við að þessi vetur sé ekki sá fyrsti sem Vinnslustöðin þurfi að þola skerðingu á raforku.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.5.24 331,22 kr/kg
Þorskur, slægður 10.5.24 592,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.5.24 278,70 kr/kg
Ýsa, slægð 10.5.24 177,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.5.24 131,99 kr/kg
Ufsi, slægður 10.5.24 177,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 10.5.24 203,55 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 624 kg
Keila 153 kg
Steinbítur 100 kg
Ýsa 28 kg
Karfi 7 kg
Samtals 912 kg
10.5.24 Arnþór EA 37 Grásleppunet
Grásleppa 2.969 kg
Þorskur 138 kg
Samtals 3.107 kg
10.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 986 kg
Ýsa 971 kg
Keila 781 kg
Ufsi 685 kg
Langa 102 kg
Steinbítur 33 kg
Karfi 30 kg
Samtals 3.588 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.5.24 331,22 kr/kg
Þorskur, slægður 10.5.24 592,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.5.24 278,70 kr/kg
Ýsa, slægð 10.5.24 177,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.5.24 131,99 kr/kg
Ufsi, slægður 10.5.24 177,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 10.5.24 203,55 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 624 kg
Keila 153 kg
Steinbítur 100 kg
Ýsa 28 kg
Karfi 7 kg
Samtals 912 kg
10.5.24 Arnþór EA 37 Grásleppunet
Grásleppa 2.969 kg
Þorskur 138 kg
Samtals 3.107 kg
10.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 986 kg
Ýsa 971 kg
Keila 781 kg
Ufsi 685 kg
Langa 102 kg
Steinbítur 33 kg
Karfi 30 kg
Samtals 3.588 kg

Skoða allar landanir »

Loka