Barði NK með 1.340 tonn af makríl

Barði NK landaði 1.340 tonn af makríl og síld.
Barði NK landaði 1.340 tonn af makríl og síld. Ljósmynd/Smári Geirsson

Barði NK kom til Neskaupstaðar í gær með 1.340 tonna makrílfarm og hófst vinnsla á honum strax að þrifum loknum í gærkvöldi.

Þetta kemur fram í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

Þá hafði Hákon EA landað rúmlega 600 tonnum af frystum makríl í frystigeymslur Síldarvinnslunnar í gær.

Fiskurinn aðallega heilfrystur

Í færslunni kemur fram að verið var að vinna makríl úr Vilhelm Þorsteinssyni EA í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Fiskurinn úr Vilhelm er mjög góður og er að mestu heilfrystur, segir í færslunni.

Skipin sem landa hjá Síldarvinnslunni og eru í veiðisamstarfi toguðu í fyrradag í 8–11 tíma og var afli þeirra misjafn eða frá 130 tonnum og upp í 480 tonn. Alls var dælt tæplega 1.000 tonnum um borð í Barða í fyrradag.

Besti fiskur vertíðarinnar

Geir Sigurpáll Hlöðversson, rekstrarstjóri fiskiðjuversins, segir að fiskurinn, sem var verið að vinna úr Vilhelm, sé sá besti sem borist hefur á vertíðinni.

„Í honum er lítil áta og hann er mjög gott hráefni. Þetta er besti farmurinn sem við höfum fengið til vinnslu á vertíðinni og erum við að heilfrysta á fullu. Það er átumagnið sem skiptir mestu. Þegar átan minnkar verður hráefnið betra. Vonandi verður þetta svona áfram,“ er haft eftir Geir Sigurpáli í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.5.24 331,22 kr/kg
Þorskur, slægður 10.5.24 592,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.5.24 278,70 kr/kg
Ýsa, slægð 10.5.24 177,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.5.24 131,99 kr/kg
Ufsi, slægður 10.5.24 177,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 10.5.24 203,55 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.576 kg
Steinbítur 905 kg
Ýsa 153 kg
Keila 120 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 4 kg
Samtals 2.763 kg
11.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 2.027 kg
Þorskur 39 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 2.087 kg
11.5.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.496 kg
Steinbítur 1.223 kg
Þorskur 250 kg
Ýsa 86 kg
Sandkoli 31 kg
Þykkvalúra 8 kg
Samtals 6.094 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.5.24 331,22 kr/kg
Þorskur, slægður 10.5.24 592,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.5.24 278,70 kr/kg
Ýsa, slægð 10.5.24 177,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.5.24 131,99 kr/kg
Ufsi, slægður 10.5.24 177,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 10.5.24 203,55 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.576 kg
Steinbítur 905 kg
Ýsa 153 kg
Keila 120 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 4 kg
Samtals 2.763 kg
11.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 2.027 kg
Þorskur 39 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 2.087 kg
11.5.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.496 kg
Steinbítur 1.223 kg
Þorskur 250 kg
Ýsa 86 kg
Sandkoli 31 kg
Þykkvalúra 8 kg
Samtals 6.094 kg

Skoða allar landanir »

Loka