Lægðirnar skiluðu mælanlega kaldari sjó

Lægðir vorsins voru slíkar að sjórinn suður af landinu mældist …
Lægðir vorsins voru slíkar að sjórinn suður af landinu mældist kaldari en meðalhiti áranna 1991 til 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Innflæði hlýsjávarins norður fyrir land var töluvert meira í maí síðastliðnum en á síðasta ári á meðan hitinn í efstu 50 metrum sjávar í hlýsjónum úti fyrir Suður- og Vesturlandi var lítillega undir hita viðmiðunartímabilsins 1991 til 2020. Þrálátar lægðir í vor hafa viðhaldið lóðréttri blöndun sjávarins sem hægir á hlýnun yfirborðslagsins.

Óvenju miklar lægðir gengur yfir landið í maí.

Þetta kemur fram í færslu á vef Hafrannsóknastofnunar þar sem raktar eru niðurstöður rannsóknaleiðangurs Bjarna Sæmundssonar. Leiðangurinn fór fram 15. til 26. maí og snéri að rannsókn á ástandi sjávar, næringarefnum, plöntusvifi og dýrasvifi á miðunum umhverfis landið.

Sagt er frá því að athuganir á umhverfi og grunnþáttum vistkerfisins að vori eða í byrjun sumars hafa verið framkvæmdar frá því um 1950. Að þessu sinni voru gerðar athuganir á 78 rannsóknastöðvum umhverfis landið, bæði á landgrunni og utan þess. Á völdum stöðvum var sýnum safnað vegna rannsókna á karbónatkerfi sjávar og til mælinga á geislavirkum efnum.

Sjávarhiti (°C) á 50 m dýpi í hafinu umhverfis Ísland, …
Sjávarhiti (°C) á 50 m dýpi í hafinu umhverfis Ísland, í maí 2023. Punktarnir sýna mælistöðvarnar. Kort/Hafrannsóknastofnun

Vaxandi selta

Seltan var nálægt meðaltali viðmiðunartímabilsins. Seltan hefur farið vaxandi undanfarin ár frá því lágmarki sem mældist árið 2017. Þetta bendir til að hlýsjórinn að sunnan hafi verið með svipuðum eiginleikum og undanfarin ár. En hlýsjórinn í efsti 50 metrum út af Suður- og Vesturlandi mældist 7,9 til 8,3 gráður.

Hiti og selta úti fyrir miðju Norðurlandi voru vel yfir gildum viðmiðunartímabilsins 1991-2020 með hita í efri lögum á bilinu 5,5 til 6,1 gráða. Fram kemur að bæði hiti og selta hafi hækkað miðað við seinustu þrjú ár.

Bjarni Sæmundsson var í vorleiðangri í maí síðastliðnum.
Bjarni Sæmundsson var í vorleiðangri í maí síðastliðnum. mbl.is/sisi

„Innflæðis Atlantssjávar gætti lítið þegar komið var austur fyrir Melrakkasléttu. Allt frá Langanessniði Norðaustur og að Krossanessniði voru bæði hiti og selta í yfirborðslaginu nærri langtímameðaltali með hita á bilinu 2,6-3,5 °C í efstu 50 metrum sjávarins á stöðvum yfir landgrunninu. Í Austur-Íslandsstraumnum, fyrir utan landgrunnsbrúnina var hiti lægri eða 1-2°C.“

Minni breytileiki í hita og seltu er að finna við botn en við yfirborð sjávar. Mælingarnar frá stöðvunum sunnanlands og vestan sýna að hiti yfir botni hefur haldist hár þar síðustu tvo áratugi. Hiti við botn á þessum slóðum á árunum 2021 til 2023 hefur verið hár. Þá hefur botnhiti á landgrunninu norðan lands og austan farið lækkandi undandafarin ár.

Töluverður gróður norðvestan

Fram kemur að magn plöntusvifs var kannað með mælingum á styrk blaðgrænu og flúrljómun. „Lítill gróður var kominn á stærstum hluta rannsóknasvæðisins og vorblómi svifþörunga því líklega ekki hafinn. Undantekningar voru á einstaka stöðum eins og í utanverðum Faxaflóa.“

Töluverður gróður fannst norðvestan lands og í Grænlandssundi á ystu stöðvum en þar var lagskipting sterk vegna seltulágs pólsjávar. Töluverður gróður var einnig á einstaka flekkjum norðaustan lands og á stöðvum næst landi fyrir norðan. Lítill gróður var sunnan lands.

„Í sýnum teknum til ræktunar mátti sjá mikið af ættkvíslinni Phaeocystis fyrir norðan land, en kísilþörungar voru í miklum meirihluta fyrir austan og sunnan, á Krossanesi (Rhizosolenia) og Selvogsbanka (Pseudo-nitzschia og Chaetoceros),“ segir í færslunni.

Flúrljómun sem er mælikvarði á blaðgrænu og þar með lífmassa …
Flúrljómun sem er mælikvarði á blaðgrænu og þar með lífmassa plöntusvifs á 5 m dýpi í hafinu umhverfis Ísland, í maí 2023. Kort/Hafrannsóknastofnun

Rauðáta áberandi

Heildarmagn dýrasvifs var mest vestur, norður og norðaustur af landinu og var yfir lantímameðaltali í yfirborðslögum á Vestur- og Norðurmiðum en undir meðallagi fyrir austan og sunnan land.

„Í samanburði við vorið 2022 var magn dýrasvifs talsvert meira í ár fyrir vestan og norðan en minna magn fyrir austan og sunnan. Hið aukna magn dýrasvifs fyrir vestan og norðan gæti tengst miklu innflæði hlýsjávar norður fyrir land. Óvenjulegt er að minni lífmassi dýrasvifs sé fyrir sunnan á þessum árstima svo að líklegt er vorkoma í sjónum sunnan lands hafi verið sein í ár.“

Þá var rauðáta áberandi í flestum sýnum sem tekin voru í yfirborðslögum. Á ystu stöðvum á Melrakkasléttu og Langanesi var kaldsjávar systurtegund rauðátunnar, póláta, ríkjandi í lífmassa.

Heildarútbreiðsla dýrasvifs af millistærð í yfirborðslögum (g þurrvigt m-2, 0-50m). …
Heildarútbreiðsla dýrasvifs af millistærð í yfirborðslögum (g þurrvigt m-2, 0-50m). Punktarnir sýna mælistöðvarnar. Kort/Hafrannsóknastofnun
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.5.24 427,39 kr/kg
Þorskur, slægður 15.5.24 559,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.5.24 273,59 kr/kg
Ýsa, slægð 15.5.24 314,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.5.24 137,27 kr/kg
Ufsi, slægður 15.5.24 157,45 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 15.5.24 212,18 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.5.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 10.234 kg
Ýsa 1.973 kg
Skarkoli 1.613 kg
Þorskur 212 kg
Samtals 14.032 kg
15.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 6.972 kg
Ýsa 1.999 kg
Steinbítur 958 kg
Keila 228 kg
Samtals 10.157 kg
15.5.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 1.507 kg
Samtals 1.507 kg
15.5.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Skarkoli 793 kg
Þorskur 542 kg
Samtals 3.186 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.5.24 427,39 kr/kg
Þorskur, slægður 15.5.24 559,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.5.24 273,59 kr/kg
Ýsa, slægð 15.5.24 314,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.5.24 137,27 kr/kg
Ufsi, slægður 15.5.24 157,45 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 15.5.24 212,18 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.5.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 10.234 kg
Ýsa 1.973 kg
Skarkoli 1.613 kg
Þorskur 212 kg
Samtals 14.032 kg
15.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 6.972 kg
Ýsa 1.999 kg
Steinbítur 958 kg
Keila 228 kg
Samtals 10.157 kg
15.5.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 1.507 kg
Samtals 1.507 kg
15.5.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Skarkoli 793 kg
Þorskur 542 kg
Samtals 3.186 kg

Skoða allar landanir »