Iceland Seafood hættir rekstri í Bretlandi

Húsnæði Iceland Seafood í Grimsby. Ákveðið hefur verið að hætta …
Húsnæði Iceland Seafood í Grimsby. Ákveðið hefur verið að hætta rekstrinum. Ljósmynd/Icelandseafood.com

Stjórn Iceland Seafood hefur ákveðið að hætta rekstri í Bretlandi. Ákvörðunin kemur í kjölfar viðvarandi rekstrarhalla í fiskvinnslu sem félagið hefur byggt upp í Grimsby.

Í tilkynningu vekur Iceland Seafood athygli á að í mars 2020 hafi verið gengið frá samruna reksturs í Bradford og Grimsby. Þá hafi þegar verið búið að fjárfesta í uppbyggingu sameinaðrar fiskvinnslu í Grimsby en á þessum tíma hafi Covid-heimsfaraldurinn farið af stað með tilheyrandi áhrifum og töfum á framkvæmdum og uppsetningu. Þá hafi einnig Brexit haft veruleg áhrif á rekstrarskilyrði fiskvinnslunnar.

Reksturinn hefur því verið settur á sölu. „Þrátt fyrir að það hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að reksturinn í Bretlandi henti ekki framtíðarsýn Iceland Seafood, getur frábær aðstaða og öflugt stjórnendateymi í Grimsby verið frábær viðbót við önnur fyrirtæki.“

Mun erfiðara rekstrarumhverfi en áður

Tap var hjá samstæðu Iceland Seafood á fyrsta árshelmingi og var í tilkynningu vegna uppgjörsins sérstaklega vakin athygli á að það myndi taka lengri tíma og kosta meira að koma á stöðugleika i rekstrinum í Bretlandi. Þá var fenginn inn nýr stjórnendahópur og gert ráð fyrri að jafnvægi yrði náð á fyrsta árshelmingi 2023.

Nú virðist ekki vera til staðar trú á að endurskipulagning rekstursins myndi skila nægilegum árangri til þess að það sé þess virði að halda áfram á þeirri braut.

Í ágúst síðastliðnum sagði Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, í viðtali í tilefni af hálfsársuppgjörinu að: „Launakostnaður hefur aukist töluvert, það er erfiðara að fá vinnuafl, eft-ir Covid hefur vinnuvilji fólks minnkað. Það er líka ljóst að Bretland hefur reitt sig á framleiðslu frá Austur-Evrópu og Kína í heilmiklum mæli, og framleiðslueiningar þar eru minna sjálfvirknivæddar en maður sér annar staðar í Evrópu. Færri fara frá Evrópu til Bretlands í atvinnuleit í kjölfar Brexit. Allt sem lýtur að pappírsvinnu og tollagerð sem gerir vörum kleift að fara á milli hefur breyst. Þessir fríverslunarsamningar sem um var rætt um við stór hagkerfi eins og Jap-an og Bandaríkin hafa tekið lengri tíma og skilað minna en vænst var til.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.5.24 417,41 kr/kg
Þorskur, slægður 16.5.24 507,10 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.5.24 330,67 kr/kg
Ýsa, slægð 16.5.24 262,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.5.24 143,03 kr/kg
Ufsi, slægður 16.5.24 154,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 16.5.24 214,94 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.5.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 2.439 kg
Samtals 2.439 kg
16.5.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 748 kg
Samtals 748 kg
16.5.24 Emilía AK 57 Handfæri
Þorskur 779 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 799 kg
16.5.24 Teista AK 16 Handfæri
Þorskur 705 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 708 kg
16.5.24 Mardís AK 11 Handfæri
Þorskur 744 kg
Ufsi 101 kg
Karfi 4 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 852 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.5.24 417,41 kr/kg
Þorskur, slægður 16.5.24 507,10 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.5.24 330,67 kr/kg
Ýsa, slægð 16.5.24 262,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.5.24 143,03 kr/kg
Ufsi, slægður 16.5.24 154,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 16.5.24 214,94 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.5.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 2.439 kg
Samtals 2.439 kg
16.5.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 748 kg
Samtals 748 kg
16.5.24 Emilía AK 57 Handfæri
Þorskur 779 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 799 kg
16.5.24 Teista AK 16 Handfæri
Þorskur 705 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 708 kg
16.5.24 Mardís AK 11 Handfæri
Þorskur 744 kg
Ufsi 101 kg
Karfi 4 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 852 kg

Skoða allar landanir »