Engin skip við landið austanvert

Sjólagsspá Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir áframhaldandi hárri ölduhæð fram eftir …
Sjólagsspá Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir áframhaldandi hárri ölduhæð fram eftir degi. Skjáskot

Töluverð ölduhæð er enn norðaustur og austur af landinu og eru engin skip á miðunum á þessum slóðum. Þetta hefur sérstaklega áhrif á síldveiðarnar og þykir ekki vænlegt til árangurs að hefja veiðar fyrr en sjólag verður með betra móti.

Uppsjávarskipin þurfa þó ekki að bíða lengi en ölduhæðin ætti að fara að lækka um miðnætti samkvæmt sjólagsspá Vegagerðarinnar. Vonskuveðrið fyrir austan og tilheyrandi öldugangur færist þó yfir síldarmiðin í átt að Færeyjum.

Engin skip er að finna norðaustur og austur af landinu …
Engin skip er að finna norðaustur og austur af landinu enda vonlaus veðurskilyrði. Skjáskot

Jákvæðar fréttir eru af bolfiskveiðum vestanlands og má sjá þar krökkt af skipum. Fjöldi togara er á veiðum við Barðagrunn vestur af fjarðarmynni Ísafjarðardjúps, en mikil fjöldi krókabáta er á Breiðafirði.

Vestmannaeyjaskipin Drangavík VE og Vestmannaey VE hafa verið á veiðum suður af Sólheimafjöru, en Vestamannaey er nú á leið til hafnar.

Suður af landinu er einnig rannsóknaskipið Árni Friðriksson sem hefur verið í loðnuleiðangri á vegum Hafrannsóknastofnunar og hefur skipið að öllum líkindum lent í þó nokkurri brælu á leið sinni.

Samkvæmt sjólagsspánni fer ölduhæðin að skána í kvöld og nótt.
Samkvæmt sjólagsspánni fer ölduhæðin að skána í kvöld og nótt. Skjáskot


Landhelgisgæslan vakti athygli sjófarenda á aukinni ölduhæð og brimi á laugardag. Þessu fylgdi mikill áhlaðandi með tilheyrandi afleiðingum eins og sást meðal annars á Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 4.962 kg
Ýsa 1.338 kg
Steinbítur 561 kg
Keila 136 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 7.005 kg
18.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 5.212 kg
Þorskur 633 kg
Ýsa 575 kg
Samtals 6.420 kg
18.5.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 132 kg
18.5.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 192 kg
Samtals 192 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 4.962 kg
Ýsa 1.338 kg
Steinbítur 561 kg
Keila 136 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 7.005 kg
18.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 5.212 kg
Þorskur 633 kg
Ýsa 575 kg
Samtals 6.420 kg
18.5.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 132 kg
18.5.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 192 kg
Samtals 192 kg

Skoða allar landanir »