Erlend fjárfesting í sjávarútvegi kann að hafa kosti

Birgir Brynjólfsson, meðeigandi Antarctica bankans í Miami, segir kosti geta …
Birgir Brynjólfsson, meðeigandi Antarctica bankans í Miami, segir kosti geta fylgt erlendri fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi.

Viðburðaríkt ár er að baki hjá fjárfestingabankanum Antarctica Advisors suður á Miami. Bankinn sérhæfir sig í samrunum og yfirtökum í alþjóðlegum sjávarútvegi og var stofnaður árið 2013 af hópi manna sem áður störfuðu hjá Íslandsbanka í New York. Í dag eru starfsmenn Antarctica tíu talsins til viðbótar við sérstaka tengiliði í Argentínu, Perú, Síle, Hong Kong og Japan.

Á síðasta ári var bankinn m.a. ráðgjafi risafyrirtækisins Clearwater Seafood í Kanada við afskráningu af hlutabréfamarkaði og sölu til fagfjárfestasjóðs. Einnig sá Antarctica um sölu Peter Pan Seafoods í Alaska sem var í eigu japanska félagsins Maruha Nichiro, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis heims. Hafði Antarctica milligöngu um viðskipti fyrir meira en 130 milljarða króna á liðnu ári.

Þeim fjölhæfu hefur vegnað best

Birgir Brynjólfsson er meðeigandi og einn af stofnendum Antarctica og segir síðasta ár hafa sýnt vel hvað sjávarútvegurinn er þrautseig atvinnugrein. „Vissulega urðu raskanir í virðiskeðjunni og eðlilega mikill samdráttur í neyslu á sjávarfangi á veitingastöðum vegna faraldursins en neyslan færðist í staðinn inn á heimilin og ágætisvöxtur hjá þeim sem náðu að aðlagast fljótt og beina sínu vöruframboði inn á smásölumarkaði,“ segir hann.

Skoskir sjómenn að störfum. Birgir segir íslenskan sjávarútveg búa yfir …
Skoskir sjómenn að störfum. Birgir segir íslenskan sjávarútveg búa yfir þekkingu sem gæti reynst erlendum fyrirtækjum mjög dýrmæt. AFP

„Stærsta lexían sem greinin hefur lært í faraldrinum er mikilvægi fjölþættingar (e. diversification) á kostnað sérhæfingar. Þau fyrirtæki sem hafa sérhæft sig í tiltekinni fisktegund eða tilteknum kimum markaðarins, eins og veitingahúsamarkaði, hafa átt undir högg að sækja á meðan þau fyrirtæki sem vinna með margar tegundir, fjölbreytt vöruframboð og mörg ólík markaðssvæði hafa aftur á móti sýnt mestu aðlögunarhæfnina.“

Birgir segir áhugavert að skoða möguleika og áskoranir íslensks sjávarútvegs í þessu ljósi og ekki ósennilegt að margir í greininni sjái kosti í samrunum við önnur fyrirtæki – innlend eða erlend – til að renna fjölbreyttari stoðum undir reksturinn.

„Ég tel að íslenskur sjávarútvegur búi yfir mjög dýrmætri þekkingu og reynslu á ýmsum sviðum sem vert er að nýta í öðrum löndum. Gæti framlag Íslands í sjávarútvegi annarra þjóða verið svipað því sem þátttaka Norðmanna hefur þýtt fyrir þróun laxeldis á Íslandi en þekkt er hvernig kunátta þeirra og reynsla varð til þess að íslenskt laxeldi hefur farið á flug,“ útskýrir Birgir og nefnir tækni, nýsköpun og fjármögnun sem dæmi um svið þar sem íslensk fyrirtæki standa mjög vel að vígi.

Talið berst yfir í hvort fyrirtæki í útrásar- og samrunahugleiðingum gætu rekið sig á hindranir og nefnir Birgir að íslensk lög takmarki fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum fiskveiðifyrirtækjum.

„Víða eru sérstakar reglur um eignarhald erlendra aðila í sjávarútvegi og er t.d. miðað við 25% í Bandaríkjunum en 49% í Kanada. Það gæti verið vert að athuga hvort það væri greininni til framdráttar að rýmka reglurnar umfram það sem nú er til að stuðla að auknum vexti og verðmætasköpun. Aukin erlend fjárfesting gæti t.d. opnað ný markaðssvæði fyrir íslenskar afurðir og hugsanlega leitt til þess að gæði og verðmæti útflutnings myndi aukast til hagsbóta fyrir land og þjóð.“

Sóknarfæri fyrir bankana

Birgir er einnig þeirrar skoðunar að íslenskir bankar og fjármálafyrirtæki ættu að vera framsæknari í að nýta sér sérþekkingu Íslands við fjármögnun í alþjóðlegum sjávarútvegi. Hann segir að það hafi komið í ljós eftir bankahrunið fyrir röskum áratug að af lánabókum gömlu bankanna voru endurheimturnar hvað bestar af lánum til sjávarútvegsfyrirtækja þar sem rekstur fyrirtækjanna var góður og gæði undirliggjandi veða há.

„Á undanförnum árum hafa stórir alþjóðlegir bankar og stofnanafjárfestar, eins og framtakssjóðir og lífeyrissjóðir, sýnt alþjóðlegum sjávarútvegi meiri áhuga en áður. Við finnum fyrir því í okkar störfum að það er töluverð eftirspurn frá erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum eftir fjármagni sem fylgir þekkingu á greininni. Ef íslensku bankarnir nýta sér ekki sína sérþekkingu á þessu sviði þá munu alþjóðlegir bankar og stofnanafjárfestar sinna þessari eftirspurn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »