Veiðigjöldum komið í eitt kerfi

Frá Grænlandi. Mynd úr safni.
Frá Grænlandi. Mynd úr safni.

Reiknað er með að ný lög um veiðigjöld verði samþykkt á grænlenska þinginu í næstu viku. Þau eiga að leysa af hólmi fimm eldri lög um veiðar úr einstökum fiskstofnum. Vonir standa til að með nýju lögunum aukist fyrirsjáanleiki í rekstri til frambúðar í fiskveiðum Grænlendinga, en á síðustu árum hefur kerfinu oftsinnis verið breytt til að afla aukins fjár í ríkiskassann.

Áætlað er að veiðigjöld geti skilað rúmum sex milljörðum króna í ríkissjóð Grænlands á næsta ári. Það er talsverð hækkun frá því sem verið hefur, og er m.a. til komin vegna aukins rækjukvóta.

Mörg sjónarmið í starfshópi

Fyrir tveimur árum settu stjórnvöld í Grænlandi á laggirnar vinnuhóp til að reikna út auðlindarentu í fiskveiðum og reyna að þróa veiðigjaldakerfi sem væri hægt að nota fyrir allra tegundir.

Hilmar Ögmundsson, sérfræðingur í grænlenska fjármálaráðuneytinu og ráðgjafi ráðherra.
Hilmar Ögmundsson, sérfræðingur í grænlenska fjármálaráðuneytinu og ráðgjafi ráðherra.

Formaður starfshópsins var Hilmar Ögmundsson, sem starfar sem sérfræðingur í grænlenska fjármálaráðuneytinu og sem ráðgjafi ráðherra. Hann hefur jafnframt leitt starfshópa sem vinna að umbótum í lífeyris-, skatta- og velferðarmálum. Lög um veiðigjöld og innheimta þeirra heyra undir fjármálaráðuneyti Grænlands, en fiskveiðistjórn og löggjöf þar að lútandi undir sjávarútvegsráðuneytið.

Veiðigjöldin veltutengd

Í samtali við Morgunblaðið segir Hilmar að ólíkum hagsmunahópum hafi verið boðið að vinna með starfshópnum um breytingar á veiðigjöldum. Fulltrúar útgerða stærri og smærri skipa, sjómanna, banka, verkalýðsfélaga og sveitarstjórna hafi komið að vinnunni, sem lauk með skýrslu til ríkisstjórnarinnar í apríl sl. Þar hafi sex tillögur verið reifaðar og hafi verið ákveðið að vinna lagafrumvarp út frá einni þeirra, sem var lagt fram á þingi í haust

Samkvæmt nýju lögunum verða veiðigjöld veltutengd og gengur kerfið út á að innheimta hlutfall af löndunarverðmæti. Í stað þess að vera með fimm mismunandi lög eða módel eftir fisktegundum taka nýju lögin, væntanlega frá áramótum, til allra fisktegunda nema uppsjávartegunda. Þar lágu fullnægjandi upplýsingar ekki fyrir og verða veiðigjöld á uppsjávartegundir áfram fast kílógjald eins og er í núverandi lögum.

Mun ítarlegar er fjallað um ný lög Grænlands um veiðigjöld í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »