Verð íslenskra afurða í sögulegu hámarki

Landað á Arnarstapa. Mynd úr safni.
Landað á Arnarstapa. Mynd úr safni. mbl.is/Rax

Verðlag íslenskra sjávarafurða í erlendri mynt hefur haldið áfram að hækka á þessu ári og var í sumar hærra en það hefur áður mælst. Frá því í janúar 2013 hefur verðið hækkað um tæplega fjórðung í erlendri mynt. Greint er frá þessu í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Fram kemur í greiningu deildarinnar að verðið hafi náð tímabundnu hámarki í kringum áramótin 2011 og 2012.

„Uppfrá því tók það að lækka og náði tímabundnu lágmarki í janúar 2014 og hafði þá lækkað um 6% á tveimur árum,“ segir í Hagsjánni.

„Skipta má útflutningi sjávarafurða í annars vegar botnfisk og hins vegar uppsjávarfisk. Botnfiskurinn hefur lengi vegið umtalsvert meira en uppsjávarfiskur en verð á botnfiski hefur hækkað töluvert á síðustu misserum og er það helsta skýringin á hækkandi verðlagi íslenskra sjávarafurða í heild sinni.“

Verð á botnfiski fylgist að við heimsmarkaðsverð kjöts

Bent er á það að hækkunin á íslenskum botnfiskafurðum síðustu misseri hafi komið til á sama tíma og heimsmarkaðsverð á kjöti hefur hækkað.

„Töluverð tengsl hafa verið á milli verðs á kjöti og botnfiskafurða frá Íslandi. Þannig hefur verðþróun á botnfiski að nokkru leyti fylgt eftir verðþróun á kjöti með nokkurra mánaða tímatöf en áhrifin eru þó ekki mjög mikil og ekki hægt að segja að verð á botnfiski stýrist af heimsmarkaðsverði kjöts.“

Mun meiri sveiflur hafi þó einkennt verðþróun á kjöti en á botnfiski frá Íslandi.

„Þrátt fyrir að verð á botnfiski hafi almennt fylgt kjötverði hafa þó komið tímabil þar sem verð á botnfiski hefur haldið velli á sama tíma og verð á kjöti hefur gefið mikið eftir. Sem dæmi lækkaði verð á kjöti á einu og hálfu ári frá ágúst 2014 um tæplega þriðjung. Á sama tímabili hækkaði verð á botnfiski um 8,2%.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »