Heimamenn kræktu í gull – Holland sló ólympíumet

Kínverjar fagna sigrinum.
Kínverjar fagna sigrinum. AFP

Kína reyndist hlutskarpast þegar keppt var til verðlauna í blandaðri liðakeppni á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking þar í landi í dag.

Örmjótt var á mununum því Kína kom fyrst í mark í A-úrslitum á 2:37,348 mínútum og nældi í gullið.

Ítalía kom örfáum hundraðshlutum úr sekúndu á eftir á 2:37,364 mínútum og krækti þar með í silfurverðlaun.

Í þriðja sæti var Ungverjaland sem kom í mark á 2:40,900 mínútum og nældi í bronsverðlaunin.

Í B-úrslitunum hafði Holland betur gegn Kasakstan og náði bestum tíma allra, 2:36,966, og sló þar með ólympíumet.

Það dugði ekki til ólympíugulls og raunar ekki til þess að komast á verðlaunapall þar sem Holland var of neðarlega í undanúrslitunum og keppti því í B-úrslitum leikanna.

Hollendingar settu ólympíumet.
Hollendingar settu ólympíumet. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka