Fyrsta gull Svíþjóðar

Mikael Kingsbury, Walter Wallberg og Ikuma Horishima kátir eftir að …
Mikael Kingsbury, Walter Wallberg og Ikuma Horishima kátir eftir að hafa allir komist á verðlaunapall í skíðafimi í dag. AFP

Svíþjóð er komið á lista yfir þær þjóðir sem hafa unnið sér inn ólympíugull á Vetrarólympíuleikunum í Peking eftir að Walter Wallberg reyndist hlutskarpastur í skíðafimi karla í dag.

Wallberg kom fyrstur í mark, tryggði sér gullið og skaut þannig Kanadabúanum Mikael Kingsbury ref fyrir rass.

Með því að vinna til silfurs komst Kingsbury á verðlaunapall þriðju Vetrarólympíuleikana í röð og er þar með fyrsti karlinn í sögu leikanna sem vinnur til verðlauna í skíðafimi í þrígang.

Japaninn Ikuma Horishima hafnaði í þriðja sæti og krækti þannig í bronsverðlaun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka