Í bann fyrir að kasta boltanum í áhorfanda

Patrick Beverley hefur aftur lent í vandræðum.
Patrick Beverley hefur aftur lent í vandræðum. AFP/Joshua Gateley

Körfuknattleiksmaðurinn Patrick Beverley, sem leikur með Milwaukee Bucks, hefur verið úrskurðaður í fjögurra leIkja bann af NBA-deildinni. 

Fékk hann bannið fyrir að kasta bolta í stuðningsmann Indiana Pacers er Milwaukee tapaði fyrir Indiana-liðinu 2. maí. 

Atvikið átti sér stað undir lok leiks en Beverley hafði átt í orðaskiptum við stuðningsmanninn. 

Indiana vann einvígið, 4:2, en Milwaukee-liðið stóð engan veginn undir væntingum tímabilsins. Þar sem Milwaukee leikur ekki meira á þessu tímabili tekur bannið gildi á því næsta. 

Beverley hefur áður lent í vandræðum en hann var úrskurðaur í þriggja leikja bann í nóvember 2022 fyrir að hrinda andstæðingi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert