Keflavík jafnaði einvígið eftir ótrúlega dramatík

DeAndre Kane úr Grindavík með boltann í kvöld.
DeAndre Kane úr Grindavík með boltann í kvöld. mbl.is/Skúli

Keflavík jafnaði einvígi sitt við Grindavík í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta í 1:1 með ótrúlegum 84:83-heimasigri í öðrum leik liðanna í Keflavík í kvöld.

Urban Oman tryggði Keflavík sigurinn með þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út.

Keflvíkingar mættu af fullum þunga strax í fyrsta leikhluta og náðu fljótlega undirtökunum þá ávalt væri stutt milli liðanna. Grindavík náði að jafna í stöðunni 13:13 en Keflvíkingar tóku til sinna ráða og juku muninn aftur og lokuðu fyrsta leikhluta með flautukörfu.

Staðan eftir fyrsta leikhluta 26:17 fyrir Keflavík. Munurinn 9 stig fyrir annan leikhluta.

Grindvíkingar byrjuðu annan leikhluta á að minnka muninn. Keflavík leiddi þó allan leikhlutann og náði Grindavík aldrei að jafna. Eftir 6 mínútur í öðrum leikhluta var staðan 34:29 fyrir Keflavík. Grindavík náði að minnka muninn í 44:41 fyrir hálfleikinn en Keflavík reyndi að auka forskotið þegar 0,9 sekúndur voru eftir.

Stigahæstur í fyrri hálfleik hjá Keflavík var Jaka Brodnik með 10 stig. Í liði Grindavíkur var Dedrick Basile með 13 stig. Igor Maric var með 7 fráköst og Urban Oman var með 5 fráköst fyrir Keflavík í fyrri hálfleik en Deandre Kane og Dedrick Basile voru báðir með 3 fráköst í liði Grindavíkur.

Grindvíkingum tókst að saxa á forskot Keflavíkur í þriðja leikhluta. Mikil harka færðist í leikinn og áttu dómararnir í fullu fangi með að halda tökum á leiknum og missa hann ekki í vitleysu. Það er lítið hægt að segja um þriðja leikhluta annað en að hann var gríðarlega harður, spennandi og jafn. Fór svo að Keflavík leiddi leikinn með einu stigi fyrir fjórða leikhlutann 62:61.

Fjórði leikhluti jaðraði við að vera lífshættulega spennandi. Grindavíkingar mættu brjálaðir í fjórða leikhluta og náðu forskoti 66:64 og mest 75:69 en þá sögðu Keflvíkingar stopp!

Þeir minnkuðu muninn og komust yfir í stöðunni 76:75 og eftir það tóku við hádramatískar mínútur. Grindavík náði forystu í leiknum í stöðunni 80:70 og 50 sekúndur eftir af leiknum. Grindavík og fór Deandre Kane í svakalega troðslu fyrir Grindavík.

Staðan 82:79 fyrir Grindavík. Keflavík svaraði strax og setti niður 2 stig og 16 sekúndur eftir. Staðan 82:81 fyrir Grindavík.

Grindavík fékk villu þegar 9,5 sekúndur voru eftir og fór Dedrick Basile á vítalínuna og hitti bara úr öðru vítinu. Staðan því 83:82 og 8,7 sekúndur eftir. Keflavík tók leikhlé og það skilaði því að Urban Oman náði svakalegu þriggja stiga skoti og skoraði um leið og tímataflan rann út. Keflavík vann því leikinn og jafnar einvígi liðanna í 1:1.

Stigahæstur í liði Keflavíkur var Jaka Brodnik með 20 stig og Deadre Basile var með 25 stig fyrir Grindavík.

Liðin mætast í þriðja leik einvígisins á miðvikudaginn 8. maí í Smáranum í Kópavogi.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Keflavík 84:83 Grindavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert