Þórir og Noregur gera sér silfrið að góðu

Stine Oftedal og Orlan Kanor í baráttunni í kvöld.
Stine Oftedal og Orlan Kanor í baráttunni í kvöld. AFP/Jonathan Nackstrand

Noregur, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, mátti sætta sig við tap fyrir Frakklandi, 31:28, í úrslitaleik HM 2023 í handknattleik kvenna í Herning í Danmörku í kvöld.

Þar með tókst norska liðinu ekki að verja heimsmeistaratitil sinn frá árinu 2021 og Frakkar vinna sinn þriðja heimsmeistaratitil og þann fyrsta í sex ár.

Í fyrri hálfleik var mikið og skorað enda staðan 20:17 að honum loknum.

Frakkar náðu mest fjögurra marka forystu undir lok fyrri hálfleiks en Noregur var ekki á því að gefast upp og tókst að minnka muninn niður í aðeins eitt mark, 26:25, þegar um tíu mínútur lifðu leiks.

Frakkar brugðust hins vegar við með því að skora þrjú mörk í röð og fóru þá langt með að tryggja sér sigurinn.

Noregur komst ekki nær en tveimur mörkum eftir það og Frakkar unnu að lokum þriggja marka sigur.

Léna Grandveau og Tamara Horacek voru markahæstar í liði Frakklands með fimm mörk hvor.

Nora Mörk var markahæst í leiknum með átta mörk fyrir Noreg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert