Ef við gerum það ættum við að sigra

Snorri Steinn Guðjónsson eldhress á æfingu í vikunni.
Snorri Steinn Guðjónsson eldhress á æfingu í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í handbolta er brattur fyrir leikina við Eistland í umspili um sæti á lokamóti HM 2025.

Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöll klukkan 19.30 í kvöld og seinni leikurinn ytra á laugardag.

„Þú greinir andstæðinginn upp að vissu marki en fyrst og fremst snýst þetta um okkur sjálfa. Við þurfum ekki að breyta neinu, bara gera hlutina vel, með krafti og einbeitingu.

Ef það er allt til staðar tel ég að við getum kallað fram góðan leik. Ef við gerum það á heimavelli á móti Eistlandi ættum við að sigra,“ sagði Snorri við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert