Þriggja högga forysta eftir fyrsta hring

Xander Schauffele undirbýr pútt á fyrsta hringnum í gær.
Xander Schauffele undirbýr pútt á fyrsta hringnum í gær. AFP/Patrick Smith

Forystan hjá Xander Schauffele frá Bandaríkjunum eftir fyrsta hringinn á PGA-meistaramótinu í golfi sem hófst í gær á Valhalla-vellinum í Kentucky er þrjú högg.

Eins og sagt var frá í gær setti Schauffele vallarmet á fyrsta hringnum þegar hann lék hann á 62 höggum, og jafnaði um leið eigið met og tveggja annarra með besta hring á stórmóti.

Schauffele er þar með á níu höggum undir pari vallarins en landar hans þeir Tony Finau og Sahith Theegala eru næstir á sex undir pari, 65 höggum. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi kemur fast á hæla þeirra ásamt Collin Morikawa og Robert MacIntyre sem léku á 66 höggum.

Meistarinn frá því í fyrra, Brooks Koepka, lék á 67 höggum, eins og efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert