Matthías Íslandsmeistari í fjórða sinn

Matthías Örn Friðriksson er Íslandsmeistari karla í pílu.
Matthías Örn Friðriksson er Íslandsmeistari karla í pílu. Ljósmynd/Mummi Lú

Íslandsmótið í pílukasti fór fram á sunnudag á Bullseye í Reykjavík. 130 keppendur tóku þátt en einnig var keppt um sæti í úrvalsdeildinni í pílukasti sem hefur göngu sína í haust.

Matthías Örn Friðriksson úr Pílufélagi Grindavíkur varð Íslandsmeistari eftir 7:5-sigur á liðsfélaga sínum Alexander Veigari Þorvaldssyni í úrslitum. Haraldur Birgisson úr Pílufélagi Kópavogs og Pétur Rúðrik Guðmundsson, Pílufélagi Grindavíkur, höfnuðu í 3.-4. sæti.

Brynja Herborg Jónsóttir úr Pílukastfélagi Reykjavíkur sigraði Kittu Einarsdóttur, Pílufélagi Reykjanesbæjar, í kvennaflokki en lokatölur urðu 7:2. 

Myndir af keppendum og nánari upplýsingar eru á vef Pílusambands Íslands dart.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert