Valgarð efstur Íslendinganna á EM

Karlalandsliðið í fimleikum í Rimini.
Karlalandsliðið í fimleikum í Rimini. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Valgarð Reinhardsson náði bestum árangri Íslendinganna fimm á fyrsta hluta undankeppninnar á EM karla í fimleikum í Rimini á Ítalíu í dag.

Íslandsmeistarinn er í 19. sæti með 78,297 stig samanlagt fyrir æfingar á áhöldunum sex. Íslenska liðið er samanlagt með 231,692 stig og er í ellefta sæti liðakeppninnar. Átta efstu liðin keppa í úrslitum á sunnudag.

Dagur Kári Ólafsson er í níunda sæti í keppni á bogahæsti, þar sem hann fékk 13,966 stig. Öll úrslit mótsins má nálgast með því að smella hér.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert