Besti árangur Íslands

Dagur Kári Ólafsson náði flottum árangri á bogahesti.
Dagur Kári Ólafsson náði flottum árangri á bogahesti. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Karlalandsliðið í áhaldafimleikum náði sínum besta árangri frá upphafi á Evrópumóti er liðið hafnaði í 19. sæti á EM karla í Rimini á Ítalíu í dag. Fékk íslenska liðið samanlagt 231,692 stig.

Ísland byrjaði á hringjum, þar sem allt fór að óskum, sem og í stökki og á tvíslá. Liðið þurfti að glíma við erfiðleika á svifrá, en lauk keppni með góðum æfingum á gólfi og á bogahesti.

Dagur Kári Ólafsson varð í 14. sæti einstaklinga á bogahesti er hann fékk 13,966 stig. Varðgarð Reinhardsson fékk flest heildarstig Íslendinganna, 78,297.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka