Atvinnumarkvörður grípur Dota-boltann

Grétar Ari Guðjónsson hefur á liðnum árum varið mörk franskra …
Grétar Ari Guðjónsson hefur á liðnum árum varið mörk franskra handboltaliða en færir sig líklega mun framar á Dota 2 vellinum með Boomer esports í Kraftvéladeildinni. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Skrán­ingu liða í Kraft­véla­deild­ina í Dota 2 lauk í gær og ljóst að tíu lið munu keppa í deild­inni sem fer í gang í þess­um mánuði. Ætla má að Boomer esports verði þar frekt til fjörs­ins en liðið tefl­ir meðal annarra fram streym­is­stjörn­unni Ein­ari Guðjohnsen og at­vinnu­markverðinum Grét­ari Ara Guðjóns­syni.

Ein­ar, sem er þekkt­ari í leikn­um sem Ho­boharry, er lík­lega fræg­asti Dota2 streym­ari lands­ins og meðal þeirra Íslend­inga sem skora hæst á styrk­leikalist­um. Þrátt fyr­ir þetta hef­ur Ein­ar ekki tekið þátt í deild­inni áður nema sem lánsmaður í ör­fá­um leikj­um.

Hann nýt­ur tals­verðra vin­sælda á Twitch þar sem hann spil­ar oft með þekkt­um spil­ur­um á Dota-sen­unni, til dæm­is Qojqva og Gorgc.

Hand­boltamaður­inn Grét­ar Ari Guðjóns­son geng­ur einnig til liðs við Búmer­ana. Hann þótti, fyr­ir nokkr­um árum, einn efni­leg­asti markvörður lands­ins og hef­ur á síðustu árum verið í at­vinnu­mennsku í Frakklandi. 

Grét­ar hef­ur spilað Dota 2 lengi og þykir líka býsna öfl­ug­ur á þeim velli en ekki látið mikið að sér kveða á sen­unni vegna anna í hand­bolt­an­um en kem­ur lík­lega inn af full­um krafti í deild­ina núna.

Gamli Dota 2 hund­ur­inn Fann­ar Hólm Ingvars­son, sjálf­ur ChroMi­uM, er lyk­ilmaður Boomers esports enda meðal elstu og reynd­ustu „carry“ spil­ara hér á landi og Hann mæl­ist, eins og Ein­ar, nokkuð hátt á evr­ópska „lea­der­bo­ar­dinu“ í Dota 2.

Fann­ar hef­ur spilað í sein­ustu deild­um og staðið sig með prýði en hins veg­ar ekki með sér­stak­lega sterk­um liðum og hef­ur kom­ist hæst í þriðja sæti. Auk þess­ara þriggja fylla þeir Snæv­ar Dag­ur Pét­urson (Woooo) og Birk­ir Helgi (Biggi frændi) lið Boomer esports.

Önnur lið sem eru skráð eru til leiks eru ven­us.bo­dyfu­el, áður RÍM, sem er til alls lík­legt, með þre­falda deild­ar­meist­ara inn­an­borðs, Óreiðuhnakk­arn­ir, sem hétu áður Kiddi Karrí, mæta með sömu liðskip­an og í Litlu-deild­inni þar sem þeim gekk ágæt­lega í fyrra. 

Þá er ónefnt nýja liðið Rafíþrótta­fé­lag Ar­ena sem er sett sam­an úr gömlu liðunum Frændafli og Tropa De Elite (TDE). Þar eru því eng­ir græn­ingj­ar á ferð en eins og nefnið ber með sér er það á samn­ing við Ar­ena Gaming og er fyrsta liðið sem Ar­ena send­ir til keppni.

Deild­in er öll­um opin, óháð styrk­leika­stigi, og öll lið eru því hvött til að taka þátt enda bráðskemmti­legt að spreyta sig í al­vöru keppn­is­um­hverfi. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um fyr­ir­komu­lag móts­ins má finna á HÉR

Deild­in verður með svipuðu sniði og áður, með ör­litl­um breyt­ing­um þó. Þriðju­dag­ar verða aðal­spila­dag­ar en sunnu­dag­ar auka­dag­ar. Reglu­leg­ar bein­ar út­send­ing­ar verða sem fyrr á sunnu­dög­um í Sjón­varpi Sím­ans og í streymi á rás­um Rafíþrótta­sam­bands­ins.

Liðin sem keppa í Kraft­véla­deild­inni:

AHÍ Sports:
Fresh Prince
Admund­ur
Cla­rity Addict
Doomsda­ve
Awesom-O
Hot Shame

NLG:
Chromi­um
Gret­ar­ari
Wooo
:biggi:
Ho­boHarry
Louie

Ven­us.Bo­dyfu­el
Trum­my
Ic3­fog
Al­vöru Keyrsla
Mojsla
Con­sequ­ence

Óreiðuhnakk­arn­ir:
Cromwell
Túra
QD
Bolsjerl­ini
Arneus
St
Hogn­ir
Chacom­anjaro

Snorri & Dverg­arn­ir:
BT Geim­ferðir
Thund­er Bandit
Big Boy ;)
Gleipn­ir
N.Pengu­in
Glacier
Igner

TDE juni­or:
$mokey
7liv
Nor­bert
Ost­bagsm­an
Nakata

TDR
Young Poll­ur
Brummi
Slunk
Le­bronHelgi
Slunk
Ax­ar­inn

Rafíþrótta­fé­lag Ar­ena
Ing­mund­ur
ρ (Özil)
flying
Mat­iwesoly
Crazy Leprech4un

LFT #1
21w­ann
Low
tiny.kuti
HSolo
Pubbuf­fet
Hafliðijr
Sig­ur­steinn

3K Hegðun­arstiga­klúbbur­inn
Doktor Baby
Fitzi
Bangsi
JesusN1
sMur­ker
Vinstri
Zur­dah

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert