Sló metið á einum sólarhring

Leikurinn Grand Theft Auto VI kemur á markað árið 2025.
Leikurinn Grand Theft Auto VI kemur á markað árið 2025. Skjáskot/Rockstar

Stiklan fyrir tölvuleikinn Grand Theft Auto 6 er komin út og móttökurnar eru vægast sagt rosalegar. Myndskeiðið fór í loftið í gær og er nú, rúmlega sólarhring síðar, komið með yfir 100 milljónir áhorfa á YouTube.

Stiklan fór strax í fyrsta sæti vefsíðunnar og er nú fljótasta myndskeið í sögunni að ná 100 milljónum áhorfa.

Metið fyrir fjölda áhorfa á stuttum tíma án þess að vera tónlistarmyndskeið átti Mr. Beast en nú Rockstar Games. Það er því ljóst að margir eru að bíða spenntir eftir tölvuleiknum en Grand Theft Auto 5 kom út árið 2013. Hins vegar þurfa spilarar að bíða örlítið lengur því að fram kemur í stiklunni að leikurinn komi ekki á markað fyrr en árið 2025. 

Hér fyrir neðan má sjá myndskeiðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert