Fyrirliðinn látinn dúsa á varamannabekknum

CadiaN er þekktur fyrir að fagna vel og innilega.
CadiaN er þekktur fyrir að fagna vel og innilega. Skjáskot/Blast

Eitt stærsta rafíþróttalið í leiknum Counter-Strike hefur tekið þá ákvörðun að setja fyrirliðann sinn á varamannabekkinn. Danska rafíþróttaliðið Heroic tók þá ákvörðun að Casper „cadiaN“ verði ekki hluti af keppnisliðinu í nýja leiknum, Counter-Strike 2.

Forráðamenn Heroic segja þetta vera sameiginlega ákvörðun liðsins og leikmannsins þar sem hugmyndir um næstu tímabil sköruðust á. CadiaN hefur verið fyrirliði liðsins síðan árið 2019 og unnið marga titla með liðinu síðan þá. Heroic hefur undanfarin ár verið besta danska rafíþróttalið í heimi.

Ljósmynd/HLTV

Í viðtali við Dexerto sagði cadiaN að þetta hafi verið fullkominn tími fyrir forráðamenn liðsins að gera breytingar á liðinu en „sumir sjá þetta öðruvísi en ég“. Hann segir þó einnig að hann sé ekki að fara ljúka atvinnumennsku og eigi mikið eftir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert