ÍA hafði betur gegn funheitu liði FH

Counter-Strike: Global Offensive.
Counter-Strike: Global Offensive. Grafík/Valve

Rafíþróttalið ÍA vann góðan sigur á funheitu liði FH í íslensku úrvalsdeildinni í Counter-Strike í síðustu umferð. FH var fyrir leikinn með tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins og margir sem spáðu þeim sigri gegn ÍA.

Skagamenn mættu þó til leiks með mikla orku og hittu vel sem leiddi til þess að FH tapaði sínum fyrstu stigum á tímabilinu. 

Leikurinn var virkilega jafn framan af og var staðan 7:8 í hálfleik og náðu ÍA menn ekki forskoti í leiknum fyrr en í stöðunni 11:10. Jón Kristján fór mikinn í leiknum og gaf liðsfélögum sínum í ÍA byr undir báða vængi með góðri frammistöðu sinni. Að lokum vann ÍA 16:11 og eina liðið sem er ósigrað í deildinni er NOCCO Dusty.

Rafíþróttalið Þórs fór illa með Atlantic í sömu umferð en lokatölur í þeim leik voru 16:3 og því er ljóst að Atlantic er ekki að hefja tímabilið af sama krafti og það endaði það síðasta. 

Ármann vann góðan 16:12-sigur á ÍBV í síðasta leik umferðarinnar en sú næsta hefst á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert