Töpuðu gegn þýska stórliðinu

Dusty mætir aftur til leiks í dag klukkan 14.30.
Dusty mætir aftur til leiks í dag klukkan 14.30. Grafík/Dusty

Rafíþróttalið Dusty mátti þola stórt tap gegn þýska stórliðinu MOUZ í morgun í Counter-Strike: Global Offensive. Leikurinn var hluti af umspili fyrir BLAST Showdown. MOUZ situr í tíunda sæti heimslistans í Counter-Strike og því litlar væntingar gerðar fyrir leikinn.

Lokatölur í leiknum voru 16:4 fyrir MOUZ en Dusty vann nokkrar óvæntar lotur og komu lýsendum leiksins á óvart með flottum ákvarðanatökum og fellum. 

Dusty er þó ekki úr leik þar sem liðið mætir rafíþróttaliðinu 416Olsk í dag klukkan 14.30. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert