„Hungraðir og betur settir í þetta tímabil“

Eðvarð Þór Heimisson og Þorsteinn Friðfinsson.
Eðvarð Þór Heimisson og Þorsteinn Friðfinsson. Ljósmynd/RÍSÍ

Rafíþróttalið Dusty hafði betur gegn Breiðablik í gær í íslensku úrvalsdeildinni í Counter-Strike.  Þorsteinn Friðfinnsson, fyrirliði Dusty, í viðtali eftir leik að lliðið hafi ekki vera búið að æfa lengi saman en Dusty stillti fram mikið breyttu byrjunarliði frá því á síðasta tímabili.

„Þetta var önnur vikan okkar að æfa, byrjuðum í síðustu viku, í þessum leik var ég ennþá að gera athugasemdir við nokkra hluti og fullt sem við klúðruðum en það er eðlilegt. Við erum búnir að vera æfa mikið fyrir viðureignina gegn MOUZ.“ sagði Þorsteinn en MOUZ hafði betur í morgun 16:4 gegn Dusty. Þess má þó geta að MOUZ situr í tíunda sæti heimslistans í Counter-Strike. 

Þorsteinn hefur tekið upp nýtt hlutverk innan liðsins en hann sér nú um að ákveða leikplan og stillir liðinu upp.

„Þetta leggst ótrúlega vel í mig, ég elska að vera fyrirliði og það er ógeðslega gaman. Þetta er allt öðruvísi leikur, maður þarf miklum meiri fókus, maður er að spá í hvernig kaupið er, hvað við ætlum að gera, hvað þeir ætla gera. Þetta er eins og að spila nýjan Counter-Strike leik fyrir mér. Ég er bara spá í liðsfélögunum og hvað við erum að gera.“

Dusty er spáð toppsæti í deildinni en þeirra helsti andstæðingur á síðasta tímabili var rafíþróttalið Atlantic Esports. Þónokkur félagaskipti áttu sér stað í sumar og Þorsteinn segir að liðið sé með allt sem það þarf til þess að vinna.

„Þetta var erfitt síðasta tímabil en ég vill meina að við séum búnir að uppfæra liðið, engar kaldar kveðjur, en við erum komnir með unga gæja sem eru hungraðir og ég held að við séum betur settir í þetta tímabil.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert