Flestar fellur í sögu leiksins

Rafíþróttamaðurinn Snax sló metið um helgina.
Rafíþróttamaðurinn Snax sló metið um helgina. Ljósmynd/Liquipedia

Þegar einungis nokkrir dagar eru eftir af leiknum Counter-Strike: Global Offensive náði pólski rafíþróttamaðurinn Snax metinu yfir flestar fellur í sögu leiksins.

Það styttist í að Counter-Strike 2 líti dagsins ljós en aðdáendur Counter-Strike hafa beðið spenntir í allt sumar. Snax náði um helgina að toppa eldgamalt met sem sænski rafíþróttamaðurinn JW átti yfir flestar fellur.

Snax situr nú á toppnum með 43.531 fellur. Það er ólíklegt að þetta met verði toppað þar sem rafíþróttasenan mun færa sig yfir í nýjan leik þegar hann kemur á markað. Snax leikur með liðinu Pompa Team sem bar sigur úr býtum á pólska rafíþróttamótinu um helgina.

JW lagði músina á hilluna fyrr í ágúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert