Geta unnið ferð erlendis á fótboltaleik

AFP/Ben Stensall

Íslendingar hafa svo sannarlega sýnt fótbolta mikinn áhuga í marga áratugi og hafa áhugamenn rafíþrótta eða fótbolta nú kost á að vinna sér inn ferð á deildarleik enska boltans.

Rafíþróttasamtök Íslands, ásamt Arena og Red Bull, efna til FIFA-móts, frá 5. til 7. maí, þar sem sigurvegarar hljóta flugmiða, gistingu og miða á fótboltaleik í enska boltanum. Keppt verður í pörum svo tilvalið er að hnippa í góðan vin og hvetja viðkomandi til þess að æfa og keppa með sér til sigurs.

Mótið fer fram í rafíþróttahöllinni Arena og verður fjöldi aukavinninga í boði meðan á því stendur ásamt sérstökum tilboðum á mat og drykk á veitingastaðnum Bytes, sem staðsettur er innan Arena.

Þátttökugjald hljóðar upp á tæpar 6.000 íslenskar krónur og fer skráning fram í gegnum þennan hlekk. Nánari upplýsingar má finna í tilkynningu frá Arena.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert