Gefa flug og ferðalag til Danmerkur

Kaupmannahöfn.
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Góður vængmaður getur unnið kraftaverk og á það sérstaklega við um CS:GO-mótið sem fer fram í rafíþróttahöllinni Arena síðar í mánuðinum. Fyrstu verðlaun fela í sér ferðalag til Kaupmannahafnar. 

Rafíþróttasamtök Íslands, Arena og Red Bull efna til vængmannamóts í CS:GO þar sem sigurvegarar fá flugmiða til Kaupmannahafnar, gistingu og miða á úrslitaleiki hausttímabils Blast-mótaraðarinnar.

Úrslit hausttímabils Blast-mótaraðinnar fara fram í Kaupmannahöfn.
Úrslit hausttímabils Blast-mótaraðinnar fara fram í Kaupmannahöfn. Grafík/Blast

Hópur Íslendinga fara saman

Úrslitin verða haldin 25. og 26. nóvember og mun hópur Íslendinga leggja leið sína til Danmerkur og fylgjast með fjörinu saman. Rafíþróttasamtök Íslands vinna að skipulagningu hópferðarinnar og bjóða því bestu skyttum landsins að koma með.

Í rafíþróttahöllinni Arena frá 28. til 30. apríl, á vængmannamótinu, verður skorið úr um hverjir bestu vængmennirnir séu, hverjir vinna ferðapakkann glæsta.

Þátttökugjald hljóðar upp á tæpar 6.000 íslenskar krónur en meðan mótinu stendur verða sérstök tilboð á bæði mat og drykk á veitingastaðnum Bytes.

Nánar um þetta má lesa á vef Arena en skráning fer fram hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert